Grænþörungur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
biggihb
Posts: 222
Joined: 08 Oct 2006, 18:04
Location: kópavogur
Contact:

Grænþörungur

Post by biggihb »

Jæja nú verð ég að fá aðstoð, þannig er mál með vexti að ég hef verið í smá vandamálum með grænþörung nú ég hef lent í þessu áður þar sem með vaxandi birtu hefur hann aukist þar sem ég er með búrið inni í stofu ég tók mig til um daginn og hreinsaði búrið vel skifti svo um vatn tók steinanna og háþrýstiþvoði þá að lokum fékk ég mér svart efni sem ég setti franskan rennilás á og setti fyrir búrið ekki nóg með það ég tók peruna úr búrinu og skifti yfir í bláa peru en allt kemur fyrir ekki enn og aftur er komin græn slikja á steinanna og er að koma á glerið ég tek fram að síðan ég hreinsaði búrið hef ég skift um meira en 50% af vatni á viku og hreinsað síuna sem er með nitrat steinum og nú kolum spurninginn er HVAÐ GET ÉG GERT TIL AÐ LOSNA VIÐ GRÆNÞÖRUNGINN .........

Með von um skjót svör

Birgir
Lífið er ekki bara salltfiskur
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Er hann eitthvað fyrir þér ? Ég þríf bara framglerið hjá mér og með því að fóðra hæfilega, passa upp á ljósið og vera með brúsknefi í búrinu held ég þörung í skefjum. Reyndar er ég ekki að hafa neinar áhyggjur af þörung á steinum og öðru enda ástæðulaust.
biggihb
Posts: 222
Joined: 08 Oct 2006, 18:04
Location: kópavogur
Contact:

Post by biggihb »

Já Vargur hann er fyrir mér ég er svo pikkí steinarnir eru fallegir á litinn með rauðum blæ og það er hægara sagt en gert að ná þessari gænu slikju af hef ýmislegt brallað í gegnum tíðina til að ná þessum fjanda af háþrýstiþvotturinn var líklega náttúrulegasta lausnin en ætli SPEEDBALL hafi ekki verið í hina áttina he he svo er sagt að ekki megi nota efni bara skolaði virkilega vel á eftir.
Nei ef ég vík aftur að efninu er möguleiki á að þetta smiti á milli ég þreif steinanna en ekki bakgrunninn ??? það er nánast ekki hægt
Held að næsta skref sé að setja á almyrkvan mikkla og minnka fóðrun er nokkuð annað í stöðunni sem gæti hjálpað ?

Kv. Birgir
Lífið er ekki bara salltfiskur
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú losnar sennilega aldrei alveg við þörunginn en til eru efni sem halda honum vel niðri. Slík efni eiga ekki að hafa áhrif á fiska en sum geta drepið gróður.
Ég hef sjálfur notað og heyrt góðar sögur af efni sem heitir GreenX (ef ég man rétt), það er sett í dæluna og heldur þörung alveg niðri í 2-3 vikur en þá getur hann farið að koma aftur.
biggihb
Posts: 222
Joined: 08 Oct 2006, 18:04
Location: kópavogur
Contact:

Post by biggihb »

Green-x ok er hann til hjá þér ef ekki veistu hvar núna er ég með fiskana í svellti og dymmu og þá væri ágætt að byrja uppá nýtt með þessu efni sérstaklega þar sem ég er með skeljasand og grjót í búrinu og vill ekki sjá gróður eins og er og síst grænþörungagróður :twisted:

Kv. Birgir
Lífið er ekki bara salltfiskur
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er til í búðinni, bæði spjald sem er sett í dæluna og dropar til að setja í vatnið.
Post Reply