þrif á búri
þrif á búri
Ég er með 50l búr með sverðdrögurum, gúbbí, platy, kardinálum og einni anchistru. Og annað 10l kúlubúr fyrir seiði og 10l fötu fyrir yngri seiði. Ég var að spá hvort að skíturinn á botninum skipti miklu máli? svona ef maður skiptir nógu oft um vatn. er það bara dælan sem á ekki að þrífa en steinarnir helst að vera hreinir? ég átta mig ekki alveg á þessu. og einhversstaðar heyrði ég að það væri slæmt að vera með kúlubúr, er það ekki bara vitleysa? Þetta hefur allt virkað vel hingað til, fór allt í einu að hugsa hvort ég þyrfti að fara að taka þetta í gegn..