þrif á búri

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
krissag
Posts: 18
Joined: 23 Apr 2009, 21:02

þrif á búri

Post by krissag »

Ég er með 50l búr með sverðdrögurum, gúbbí, platy, kardinálum og einni anchistru. Og annað 10l kúlubúr fyrir seiði og 10l fötu fyrir yngri seiði. Ég var að spá hvort að skíturinn á botninum skipti miklu máli? svona ef maður skiptir nógu oft um vatn. er það bara dælan sem á ekki að þrífa en steinarnir helst að vera hreinir? ég átta mig ekki alveg á þessu. og einhversstaðar heyrði ég að það væri slæmt að vera með kúlubúr, er það ekki bara vitleysa? Þetta hefur allt virkað vel hingað til, fór allt í einu að hugsa hvort ég þyrfti að fara að taka þetta í gegn..
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Skíturinn mengar vatnið hvort sem hann er á botninum eða dælunni.
Mæli með að þú ryksugir botninn reglulega.
Kúlubúr eru svo sem ekkert verri en önnur lítil búr nema hvað kúlulagið hindrar frekar að súrefni gangi ofan í vatnið þannig loftdæla er æskileg þar.
Post Reply