Hrygning

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Hrygning

Post by Porto »

Jæja þá er Burtoni parið mitt loksins búið að hrygna...sá í morgun að þau titruðu og svo tók hún þau upp í sig þessi litlu korn og þetta endurtók sig oft...mig langar að halda þeim, en þetta er í fyrsta skipti sem þetta gersit hjá mér, hvað geri ég?...fyrst hún var að þessu núna hvenær get ég átt von á þessu?...á ég að taka hana uppúr? og þá hvenær?

í búrinu er Burtoni tríó og svo ungfiskar...þori ekki að setja elongatusinn minn þarna ofan í fyrst ásandið er svona.
Last edited by Porto on 30 Nov 2009, 20:18, edited 1 time in total.
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

Hún kom ekki öllu upp í sig...er einhver séns að það verði e-h úr þeim ef maður veiðir þau upp og setur í annað búr...þarf að vera dæla og hitari á seiðabúri?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það er ólíklegt að hrognin sem hún tók ekki uppí sig séu frjó þannig að ég myndi bara láta þau vera.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

Okey læt þau vera, enda át þau einhver meðan ég beið eftir svari :P (allaveganna horfin)...en á ég að setja hana starx í annað búr með dælum og hitara? eða jafnvel parið? eða á ég að bíða eitthvað?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

þarft ekkert að taka þau né hana frá, hún passar hrognin og seiðin upp í sér fyrir öðrum fiskum. Þú gætir "strippað" hana eftir 15-17 daga ef þú kannt það og sett seiðin í sér búr.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

ég hef strípað kerlingarnar hjá mér eftir ca 15 daga og sett seiðin í seiðabúr sem ég er með, ef þau eru ekki orðin frísyndandi þá hef ég haft þau í netabúri í seiðabúrinu þangað til þau eru orðin alveg synd.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

okey flott er...ég hef ekki strípað sjálfur, en ég hef séð það gert....þá var fiskurinn tekinn uppúr settur í fötu með smá vatni og svo opnaður á honum munnurinn til að ná seiðunum út...ég er ekki með búr með búnaði laust, en ég er með tómt búr með engu laust og var því líka að pæla hvort það væri ekki bara allt í lagi að setja seiðin í tóma búrið með engu?

Annars bara takk fyrir góð svör allir :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þú verður að vera með amk loftdælu og hitara í búrinu fyrir seiðin.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

Heyrðu okey...reyni að redda því einhvernveginn :)
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

Nú eru 15 dagar komnir og er ég að spá í að fara í að strippa....hef hinsvegar ekki gert það áður en séð það gert fyrir löngu síðan...get ég e-h séð það á hrognunum hvort þetta er of snemmt eða? er kannski bara sniðugra að setja hana í sér búr og láta hana sjá um þetta?
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

bara hrista hana, pottþétt í lagi ef það eru komnir 15 dagar mér finnst best að hrista í svona netbúr og hef þau í nokkra daga í því.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er ekkert mál að strippa.
Þú setur bara vatn í sæmilega skál og heldur kerlu í vinstri hendi í vatninu.
Ágætt að nota þumalinn til að ýta undir hökuna.
Notar svo tannstöngul sem er búið að merja endan á til að opna kjaftin á kerlu.
Vanalega synda seiðin bara út en það gæti tekið 2-3 tilraunir til að ná öllum.
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

Takk kærlega fyrir upplýsingarnar...fór í þetta áðan og það sturtaðist enginn smá fjöldi uppúr henni, hélt þetta ætlaði aldrei að verða búið einhver 50-60 stykki og öll syntu þau eins og ekkert væri eðlilegra...á ekki svona netabúr en setti þau í staðinn í lítið plastbúr sem ég á...þau fara svo í betra búr með búnaði eftir nokkra daga
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Post by magona »

til hamingju með fyrsta strippið :yay:
AAAlgjört drama !
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

hehe já takk fyrir það :D
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

Þegar að ég kom heim í gær sá ég að nær öll seiðin voru dauð...bjargaði þeim sem voru eftir og setti strax í betra búr, taldi 13 stykki eftirlifandi...þó bjargði það einhverju að ég sá líka að hin Burtoni kellingin mín var með troðfullan kjaft þannig að það er bara að standa sig betur næst
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

Önnur kellingin mín sem er kjaftfull verður fyrir miklu aðkasti og hangir bara alveg í horninu hjá dælunni allan daginn....nú var ég að pæla hvort ég mætti ekki bara setja hana í litla búrið hjá seiðunum...hún er náttúrlega með það fullan kjaft að hún fer ekki að borða hin seiðin eða hvað?...svo fór ég líka að pæla ef ég tek hana svona lengi úr búrinu hvort hún komi sér ekki á strik aftur þegar að ég færi hana yfir?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hún nær sér alveg á strik í búrinu þó þú takir hana í nokkra daga.
Gerðu bara einhverja felustaði fyrir seiðin, td hrúgu af smásteinum og prófaðu svo að setja hana í búrið.
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

flotter takk fyrir það...er með skip í búrinu sem þau geta falið sig í og raða svo steinunum e-h
Post Reply