Ódýrar perur?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Ódýrar perur?

Post by Fiskurinn »

Hvaða perur eru góðar í gróðurbúr sem fást "almennum búðum" þ.e.a.s ekki í gæludýraverslunum? Þetta þarf ekkert að vera einhverjar "mega" perur, bara anna lágmarksbirtu þörf í 70cm háu búri með fiskum sem þrífast best í skuggsælu umhverfi.

Kveðja Fiskurinn.
Sportið snýst um vatn, Heldurðu vatninu góðu,þá heldurðu lífi í vatninu..!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

jóhann ólafsson - osram umboðið. Sparar þér allnokkra þúsundkalla þar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Post by Fiskurinn »

Hvað tegund er fín :lol:
Sportið snýst um vatn, Heldurðu vatninu góðu,þá heldurðu lífi í vatninu..!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Biddu bara um einhverja í kringum 6500 kelvin.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Post by Fiskurinn »

Takk Keli :wink:
Sportið snýst um vatn, Heldurðu vatninu góðu,þá heldurðu lífi í vatninu..!
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

ég hef verslað við flúrlamba í Hafnarfirði fengið ódýrar perur þar
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Vargurinn er líka að selja einhverjar perur :D
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Bara að forvitnast í tengslum við þennan þráð. Er betra að hafa sem flest kelvin í perum í gróðurbúrum ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Bambusrækjan wrote:Bara að forvitnast í tengslum við þennan þráð. Er betra að hafa sem flest kelvin í perum í gróðurbúrum ?
Nei. Vilt hafa kelvinin í kringum 6500. Meira og þá verður peran of blá og minna þá verður hún gul.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

mér hefur fundist best að blanda saman 6500K og 10000K eða 8000K.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

ég á eina 150w MH 6500k
og aðra 400w 6500k bæði Metal halight.

vantar að losna við.
sel þær mjög ódýrt
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Post by Fiskurinn »

Ef ykkur myndi vanta fjögur stykki perur í fiskabúr, hvaða kelvina mix yrði fyrir valinu? Ekki myndi saka ef birtan væri meiri bleik og blá leit í bland.Þoli ekki "bílskúrsbirtuna" sem sumar perur gefa af sér :shock:
Sportið snýst um vatn, Heldurðu vatninu góðu,þá heldurðu lífi í vatninu..!
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

mér finnst liturinn á 10.000K perunum vera flottari, svolítið út í blátt, en 6.500K er mjög gott fyrir plönturnar, ég mundi taka 2 x 6.500 og 2 x 8.000K eða 1 x 8.000 og 1 x 10.000. Spurning hvort að jóhann ólafsson eigi 10.000K perur, en hann á hitt örugglega til, svo getur þú e.t.v. splæst í 10.000K peru annars staðar frá.
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Ég verð með 6 t-5 perur í nýja búrinu mínu. Er ða spá að blanda saman k10.000 og k 6.500 perum. Spurning hvort maður fái 2 k20.000 með ? .
Hefur einhver reynslu að setja k20.0000 perur í ferksvatnsbúr ?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég hef ekki gert það, en mér finnst það "to much", of blátt ljós finnst mér ekki passa við plöntubúr, að auki nýtast þær ekki vel fyrir plönturnar.
Post Reply