Hvað ættu tveir gullfiskar að vera í stóru búri? Var að sjá á netinu að það er sagt 20-30 gallon á fyrsta fisk og 10 á hvern fisk umfram. Sem þýðir að þessir tveir þurfa að lágmarki 100+ lítra búr???
Eitt annað æsispennandi umræðuefni er kúkur. Hvernig lítur eðlilegur kúkur út? flýtur? sekkur? ef hann er fastur við fiskinn er það merki um eitthvað annað en við séum að gefa þeim of mikið? Vil alls ekki að þeir séu með orma en finnst mjög erfitt að finna góðar myndir á netinu hvernig ormar líta út. hvað er skemmtilegra en að googla frá sér ráð og rænu af fiskakúkamyndum

Svo er það maturinn, var að lesa að þeir hafi gott af fjölbreyttu fæði. Ætti maður þá að vera með 2 tegundir af fiskamat úr dós og svo gefa eitthvað annað með eða duga tvær tegundir? Sá á einum stað eitthvað tal um kál og baunir, borða fiskar þannig? og ein önnur spurning er fiskafóður sem sekkur betra en flögur?
Já og svo kannski bara svona almennur fróðleikur er vel þegin, hvaða hegðun og slíkt ætti að hringja viðvörunarbjöllum um að eitthvað væri að.