amano rækja með hrogn.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

amano rækja með hrogn.

Post by Bambusrækjan »

Hefur einhver reynslu að rækta þessar rækjur ?? ég er með eina kellu með fullt af hrognum. Ég var búinn að heyra að maður yrði að setja hana í brimsalt búr, til að lirfunar gætu vaxið ?? Öll ráð eru vel þegin.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Kerlingin má ekki fara í salt, bara lirfurnar.. Og svo þarf seltan að minnka smám saman.

Málið er nefnilega að amano lifa í ám og lækjum, svo klekjast lirfurnar út og reka niður ána í sjóinn eða sölt lón. Þaðan mjaka þær sig svo upp í uppvextinum.

Lirfurnar eru líka mjög smáar og mjög margar þannig að þær geta bara étið infusoriu til að byrja með. Ég veit ekki til þess að hobbíistar hafi gert mikið af því að rækta þessar rækjur vegna þess hve mikið vesen það getur verið. Lirfurnar eru allavega alveg doomed í fersku vatni.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Jæja það var fínt að vita að maður ætti að setja kellu beint í salt. Það væri samt gaman að reyna að rækta frá henni. Spurning um að hella sér í netlestur um þetta mál.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Þær fjölga sér eins og frumur hjá mér, ekkert salt og ekkert mál!!
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

ertu þá viss um að þú sért með amano rækjur???
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

animal wrote:Þær fjölga sér eins og frumur hjá mér, ekkert salt og ekkert mál!!
Þá ertu ekki með amano.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Eru það ekki þessar fölgrænu??? sem eru til allavegana í Dýrag.
Ace Ventura Islandicus
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Nei, það eru amano og líka einhverjar cardinia í dýragarðinum, í sama búri. Þú ert líklega með cardinia sp sem er lítið mál að fjölga :)

Þú ert væntanlega með þessar (ekki amano):
Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Ok það hlýtur að vera málið!! :roll: :oops:
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Búinn að lesa mig til . Það þarf víst að láta lifrunar klekjast í ferksvatni, og færa þær svo yfir í saltvatn eftir 2 - 3 daga. Þar er best að nota svifþörungaþykkni til að fæða lirfunar til að byrja með. Svo ef allt gengur vel má færa litlar rækjur eftir ca 40 daga í ferksvatn aftur. Ég ætla að reyna þetta :P. Búinn að græja saltvatns búr og setja rækjurnar í sér seiðabúr. Nú er bara að bíða og sjá.
Post Reply