Albinói eður ei ?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Albinói eður ei ?

Post by Bambusrækjan »

Það tókst loks hrygning hjá ancistrunum mínum. Karlinn er glæsilegur dökk appelsínugulur albinói en kerla er venjuleg. Nú eru seiðin orðin ca viku gömul og öll farinn að dökkna. Ég var að velta fyrir mér hvort maður sjái strax hvort seiðin verði dökk ( venjuleg ) eða albinóar ? Eða hvort það komi í ljós seinna ?
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Re: Albinói eður ei ?

Post by Cundalini »

Bambusrækjan wrote:Það tókst loks hrygning hjá ancistrunum mínum. Karlinn er glæsilegur dökk appelsínugulur albinói en kerla er venjuleg. Nú eru seiðin orðin ca viku gömul og öll farinn að dökkna. Ég var að velta fyrir mér hvort maður sjái strax hvort seiðin verði dökk ( venjuleg ) eða albinóar ? Eða hvort það komi í ljós seinna ?
Ef að þau eru dökk núna þá verða þau alltaf dökk.
Ég hef lent í því að albinó fiskur hefur hrygnt með venjulegum og þá urðu öll seiðin venjuleg, þetta urðu 3 hrygningar og allt venjulegt, síðan fékk ég albinó á móti hinum albinóinum og þá urðu öll seiðin albinó.
Svo hef ég lent í því að taka út úr mbuna kerlingu sem hringdi með venjulegum karli(einhverjir blendingar) og þá voru 3 albinó seiði af 20, samt voru foreldrarnir ekki albinóar.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þú sérð það strax ef það eru einhver albino seiði.

Ég er með par sem eru bæði brún en samt koma alltaf um 30% albino. Þetta er bara spurning um erfðir - mig minnir að það þurfi að vera albino í báðum leggjum til að það komi einhver albino seiði. Ef báðir foreldrar eru t.d. undan albino/venjulegu pari, þá held ég að maður fái ca 50% albino, óháð lit foreldra.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

þetta segir allt sem segja þarf

http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/spu ... _grein.htm

keli þínir fiskar eru undan venjulegum og albino miðað við útkomuna
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Ok, takk . Þetta vissi ég barasta ekki :). En líklega er kerla mín þá AA.
Post Reply