Síklíður með Guppy?

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
kristjank
Posts: 12
Joined: 23 Apr 2009, 22:26

Síklíður með Guppy?

Post by kristjank »

Sæl/ir
ég er með 70l búr, slatta af gróðri, slatta af gúbbíum, nokkra cardínála, og tvo corydoras, já og tvær rækjur.

Eru til einhverjar smáar en fallegar síklíður sem gætu lifað friðsamlega með þessum félögum?

kveðja,
Kristján.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Væntanlega einhverjar dvergsíkliður, en þú vilt ekki hafa of mikið af fiskum í búrinu. Tegundir sem að ættu að ganga:
Microgeophagus Ramirezi
Apistogramma Aggassizi
Apistogramma Cacatuoides
og gleiri apistogramma.
Ég mæli við að þú hafir samband við dýragarðinn, þeir eiga örugglega Ramirezi þó ég þori ekki að hengja mig uppá það.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

já.. nema síklíðurnar eiga líklega eftir að líta á rækjurnar sem snakk.

apistogramma eru mjög viðkæmar fyrir vatnsgæðum, 1-2 ramirezi gengur kannski upp, en þú átt ekki eftir að sjá nein seiði.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
kristjank
Posts: 12
Joined: 23 Apr 2009, 22:26

Post by kristjank »

aaah, já ég vil ekki missa seyðin, þau eru eitt það skemmtilegasta við gúbbíana, alltaf eitthvað nýtt líf í gangi.

en ef ég í staðinn starta 30L búri sem ég á, er það bjóðandi þessum tegundum sem "Síklíðan" nefndi?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Því miður. 50-60L er eiginlega lágmark fyrir þessar tegundir til þess að þeim líði vel. :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply