Íbúarnir:
2x A. Borellii "opal"
2x A. hongsloi
2x A. Nijsseni
2x A. Cacatuoides orange
2x A. Agassizii double red
2x A. viejita
2x Laetacara curviceps
2x pelvichromis kribensis - veit þau eru ekki frá Ameríku... en þau eru dvergar... sleppur það ekki?

5x synodontis petricola - "Catfish" tegund. mjög litlir
4x corydoras aeneus albino - mjög litlir
2x pseudacanthicus leopardus
2x Hypancistrus inspector - ekki alveg viss um nafnið, en eftir langa leit á netinu þá held ég að þetta sé rétt
20x kardinálar
4x skalar - þessir kappar eru litlir. Reikna með að fækka þeim niður í 2
Setti Kardínálana og skalana með svona til að fá meira líf í efri hlutann á búrinu. finnst þeir bara setja ansi skemmtilegan svip...
En þetta er ekki alveg búið að ganga þrautalaust.... Búrið fylltist af þörungi og loksins þegar ég var búinn að ná tökum á því og vatnið orðið tært og fínt þá sá ég að Kardínálarnir voru komnir með hvíta bletti og A. Cacatuoides karlinn farinn haga sér vægast sagt furðulega.
Mér var þá bent á að þetta gæti verið veiki einangruð við neon/kardínála en fannst ég líka sjá bletti í uggunum á albínóunum. Þorði ekki að salta út af plöntunum og ákvað að prófa sulla lyfi í búrið. Var að vona að það myndi hugsanlega hjálpa A. Cacatuoides karlinum. Ekki frá því að kardínálarnir líti betur út en A. Cacatuoides karlinn heldur fimleikunum áfram...
Þetta er vonandi að komast á skrið hjá mér... Var með fiska sem pjakkur en er annars nýr í sportinu. Er gjörsamlega að tapa mér í þessu!!!

og þá nokkrar myndir af boxinu

Búrið komið upp ásamt bakgrunni og gróðurmold.... að ógleymdum kókoshnetunum 2


Búinn að bæta við vatni og sandi ásamt að sjálfsögðu... kókoshnetunum 2


Gat ekki beðið lengur... Náði í nokkrar plöntur og 2 pör af dvergum ásamt að sjálfsögðu... kókoshnetunum 2

Búrið eins og það er í dag
Ef ykkur finnst eitthvað vanta í búrið eða eitthvað sem ykkur finnst að ég eigi að laga eða breyta þá eru öll ráð vel þegin

Má kannski bæta við að mér fannst Hongsloi parið vera orðið ansi hrygningalegt og ákvað því að setja þau í 54l búr. Vonandi kemur eitthvað út úr því...