eihverskonar fugl

Hér er fjallað um öll dýr önnur en fiska

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

eihverskonar fugl

Post by magona »

Blarghr... maðurinn minn (öryggisvörður) kom heim með fugl sem hann fann á vaktstað. Fuglinn var að krókna úr kulda. Þetta er annað hvort hrossagaukur eða spói. Nú er ég búin að troða kvikindinu í kassa, skella upp á stóra fiskabúrið, því að þar er heitt og setja hjá því svona bómul eða hvað þetta heitir sem maður setur í dælur. Fannst ég sjá sár á því áðann, ekkert rosa, bara smá blóð. Hann getur flogið. Sýndi það áðan með tilheyrandi píkuskrækjum að minni hálfu. :roll:

Nú er bara að bíða og sjá hvort að fíflið lifi nóttina af.

Annars er maður alveg vanur svona kassafuglum því maður hefur alveg annars lagið farið á pysjuveiðar í Vestmannaeyjum.
AAAlgjört drama !
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ef þú ert ekki viss hvaða tegund þetta er þá er þetta ágæt síða um fugla

vaðfuglar: http://www1.nams.is/fuglar/index.php?val=6

forsíða: http://www1.nams.is/fuglar/
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Post by magona »

mér sýnist samkvæmt þessu að þetta sé hrossagaukur. Það stendur að hann sé ófélagslyndur. Vona að ég verði ekki étin í nótt. :shock:
AAAlgjört drama !
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

aldrei að vita
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Post by magona »

Ég á ekki til orð. Eitthvað sem ég bjóst ekki við... en dýrið lifir :!: Ennþá alla vega.
AAAlgjört drama !
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Post by magona »

ojæja... hrossagaukurinn ákvað að yfirgefa þetta tilverustig. Vona að hann hafi það gott hja guði. Merkilegt hvað svona fuglar neita að láta bjarga sér. :(
AAAlgjört drama !
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

seturu hann ekki bara á pönnuna? :D
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Post by magona »

Var einmitt að pæla í því að gera bara gott úr öllu og bjóða bara í grill. :D
AAAlgjört drama !
Marta
Posts: 57
Joined: 13 Aug 2008, 17:41

Post by Marta »

HAHAHHAAHAHAHAHAHAHAHAHAHA sorry sprakk aðeins HAHAHAHAHA Á PÖNNUNA HAHAHAHAHA :lol: :lol: :lol: :lol: :lol:
litli froskurinn
=^_^=(-)(-)(-)=^_^=
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Varstu svona lengi að fatta ?
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Vargur wrote:Varstu svona lengi að fatta ?
Maður spyr sig!!????
Ace Ventura Islandicus
Post Reply