Fyrsta gotið hjá byrjanda

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
Maris
Posts: 27
Joined: 15 Oct 2009, 00:29
Location: Kópavogur

Fyrsta gotið hjá byrjanda

Post by Maris »

Jæja , það kom að því! Einn daginn sá ég fullt af litlum seiðum í búrinu, Hef ekki hugmynd hvort þetta var platy eða molly seiði. Og svo daginn eftir sást 2 og svo engin.....sennilega verið dýrindis máltíð fyrir íbúa búrsins.

Nú spyr ég: mælið þið með java mosa í búrið sem felustað fyrir krílin? Er það að virka? Er ekki með margar plöntur og þær sem eru í búrinu eru ekki feluvænar.

Eða á maður að stökkva til handa og fóta og veiða krílin upp úr?

Hræðilegt að vita til þess að þau séu bara étin en to tre daginn eftir fæðingu :(

Ætla ekki út í neina ræktun en það væri nú gaman að sjá einhver koma upp og verða að fiskum :-)
hrafnaron
Posts: 402
Joined: 23 Feb 2009, 18:56
Location: Reykjavík

Post by hrafnaron »

javamosi er málið sko og jafn vel einhver flotgróður líka eins andarlaufin eða hvað sem það heitir :roll:
Rena Biocube 50: tómt eins og er
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

platy seiði fæðast vanalega í einhverjum litum, t.d rauð, gul, hvít... etc.. og eru styttri en guppy seiði,sem eru löng og glær/ljós grá.

Allt sem flýtur er seiðavænt. Þegar ég snyrti hjá mér gróðurinn í gróðurbúrinu, þá hendi ég nokkrum afklippum í búr þar sem ég á von á gotum og læt hann fljóta.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply