Jæja , það kom að því! Einn daginn sá ég fullt af litlum seiðum í búrinu, Hef ekki hugmynd hvort þetta var platy eða molly seiði. Og svo daginn eftir sást 2 og svo engin.....sennilega verið dýrindis máltíð fyrir íbúa búrsins.
Nú spyr ég: mælið þið með java mosa í búrið sem felustað fyrir krílin? Er það að virka? Er ekki með margar plöntur og þær sem eru í búrinu eru ekki feluvænar.
Eða á maður að stökkva til handa og fóta og veiða krílin upp úr?
Hræðilegt að vita til þess að þau séu bara étin en to tre daginn eftir fæðingu
Ætla ekki út í neina ræktun en það væri nú gaman að sjá einhver koma upp og verða að fiskum
Fyrsta gotið hjá byrjanda
platy seiði fæðast vanalega í einhverjum litum, t.d rauð, gul, hvít... etc.. og eru styttri en guppy seiði,sem eru löng og glær/ljós grá.
Allt sem flýtur er seiðavænt. Þegar ég snyrti hjá mér gróðurinn í gróðurbúrinu, þá hendi ég nokkrum afklippum í búr þar sem ég á von á gotum og læt hann fljóta.
Allt sem flýtur er seiðavænt. Þegar ég snyrti hjá mér gróðurinn í gróðurbúrinu, þá hendi ég nokkrum afklippum í búr þar sem ég á von á gotum og læt hann fljóta.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L