Kynóða Betta

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
MaggaN
Posts: 50
Joined: 21 Jul 2009, 22:34
Location: Reykjavík

Kynóða Betta

Post by MaggaN »

Jæja, eftir frekar brösuglega byrjun á bettubúskapnum mínum (parið fékk alvarlegt tilfelli af white spot + aulaskap eiganda og kerlan drapst) fékk ég nýja kerlu í Dýragarðinum fyrir hálfum mánuði eða svo.

Sú nýja er heldur betur spræk og var ekki sein að troða sér yfir í karlahelminginn af búrinu og daðra við kauða. Sá brást auðvitað hinn versti við og rak hana í burtu og byrjaði svo að blása hreiður eins og óður, nýbúinn að hrista af sér sýkinguna sem næstum drap hann. Kerlan virðist finna sér leiðir í gegnum eða framhjá skilrúminu mínu (sem er dálítið skítfix, eins og gengur) og hefur bara sína hentisemi.

Fyrsta hrygningin varð bara nokkrum dögum eftir að kerla kom í búrið og hreiðrið hans var lítið og lélegt og á alveg vonlausum stað (í því horninu á búrinu þar sem eru engar flotplöntur og mestur straumur...) og eftir tveggja daga stanslaust viðhald og streð, gafst hann upp á þessu heimili og allt leystist upp og ekkert varð úr neinu.

Það er núna rétt rúm vika síðan þetta var og núna var ég að sjá að kerlan hefur aftur troðið sér yfir, og er í óða önn að daðra við karlfauskinn, sem hefur gert jafnvel enn lélegra hreiður í þetta skiptið. Það eru komin nokkur egg í það en ég spái þessu svipuðum örlögum og því fyrra.

Ég verð að útvega mér betri skilrúmum, hvað get ég notað? Þessi kynóða bettukerla á eftir að gera útaf við sig og karlangann áður en yfir líkur. Ég býst við að hann þurfi meiri tíma til að gera almennilegt hreiður áður en hann fær að knúsa þessa villtu kerlu sína meira...

Það er alveg þrælgaman að þeim, hún fer bara beint í fangið á honum og hann sýnir sig og svona til málamynda og svo er bara hafist handa við að gera dodo, sem er mjög fallegt, næstum því listrænt, hjá þessari yndislegu tegund af fiskum

:-)
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

hálf kókflaska gerir fínasta skilrúm
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Hvaða straum ertu með í búrinu ?
er þetta ekki sér búr hjá þér
gott að hafa bara lítinn svampfilter og loftdælu sem er bara rétt að malla þetta svo kallinn geti gert alvöru hreiður
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

jebb svampfilter og enga möl í botninum ef þú villt að eitthvað af eggjunum lifi af. Þau eru sí dettandi og kallinn þarf að finna þau aftur til að setja í hreiðrið.
MaggaN
Posts: 50
Joined: 21 Jul 2009, 22:34
Location: Reykjavík

Post by MaggaN »

Ég á bara eitt búr. Ég ætlaði bara að hólfa það niður svo ég gæti kannski komið upp einhverjum seiðum. Þetta á nú ekki að vera neitt massív ræktun, efast um að ég fyndi heimili fyrir tugi af betta smaragdina, þær eru nú ekki mjög vinsælir fiskar...

Er ekki hægt að hafa bara fínan sand, þá hlýtur hann að finna hrognin?

Ég þarf svona skilrúm sem hólfar búrið í sundur, ekki get ég látið kerlinguna dúsa alltaf í kókflösku (fyrir svo utan það að það lúkkar ekki vel...)

Ég er með venjulega straumdælu (Rena filstar iv2) en kókosmottan sem er í bakgrunninum tekur mesta strauminn, svo það er bara nærri lygnt, nema í einu horninu. Kannski maður ætti að fjárfesta í loftdælu og setja botnhreinsi eða bara svona svampfilter...
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Betta seiði eru mjög lítil , og þau munu sogast öll í venjulega dælu. Það er erfitt að gera þetta í "venjulegu" búri. Þarf helst sér seiðabúr. Það þarf ekki að vera stærra en 20L. Svo þarf helst micro orma sem fæðu fyrstu 30 dagana fyrir seiðin. Þetta er smá vesen, en samt ekkert svakalegt ef þú ert með allar græjur. Þ.e.a.s seiðabúr , svampfilter og smá micro orma ílát. Þetta verður ekki vesen fyrr en karlarnir verða nógu stórir og fara að slást :P
MaggaN
Posts: 50
Joined: 21 Jul 2009, 22:34
Location: Reykjavík

Post by MaggaN »

Jæja, kannski er eina leiðin að fá sér lítið aukabúr... Það er bara kaldhæðnislegt að þurfa tvö búr fyrir tvo fiska... :roll:

Veit einhver hvar ég fæ micro orma "startpakka" ? Er einhver aflögufær?
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Þú átt ep.
Post Reply