hvernig á maður að hafa red belly pirana búr ?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Osis
Posts: 23
Joined: 30 May 2009, 14:50

hvernig á maður að hafa red belly pirana búr ?

Post by Osis »

ég er að fara að kaupa mér pirana fiska, ég er með 400l búr,
og er með í því dökkann sand í því og svo er ég með nokkra hnullunga.
en ég er búinn að vera að vellta því fyrir mér og myndbönd af búrum á youtube,
en hvernig eru flott pirana búr Hvað er í þeim og hvernig er lýsingin og allt svoleiðis , komið með tillögur endilega :)
er að leita mér af Pirana fiskum í 400L búr :)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Meira af rótum en grjóti finnst mér fallegra, ræturnar mýkja vatnið og lita það smá svo það verður meira "amazon like". Gróður er líka fallegur en piranha eiga til að naga gróður.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Brúnt vatn er skilyrði, svartur sandur, rætur, gróður. Búrið þannig upp sett að þeir geti farið undir eitthvað, leitað skjóls (Rót eða Grjót) og svo opnari svæði. Fer eftir uppeldinu á þeim hvort mögulega er hægt að hafa einhverja fiska með þeim, allavegana einhverja plegga. Eða annarskonar Ræstitækna.
Ace Ventura Islandicus
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Pírana eru frekar feimnir og stressaðir þannig að gott er að hafa búrið á stað sem lítið er labbað fyrir framan það, rætur ,gróður td þessi sem ég var með sem sést á myndinni
þú þarft að gefa þeim öryggi með felustöðum þar sem þeir geta synt ef þeir stressast en sundsvæði fremst og ekki of mikið ljós
Image
ég hefði mátt vera með þetta þéttara
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Málið er með þá að þeir greina ljósið öðruvísi en við, þess vegna eru þeir svona stressaðir í búðunum osvofr. sjá rauða litinn best, ef ég man rétt og hann kemur best? í gegn í brúnu vatni.
Ace Ventura Islandicus
Post Reply