Breytingar á nöfnum síkliða

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Breytingar á nöfnum síkliða

Post by Jakob »

Þessi þráður er til þess að ræða heiti síkliða og breytingar á þeim.

Dempsey heitir Rocio Otofasciatum núna víst.
Hvernig er þetta samt flokkað í hópa? Er þetta ekki bara eftir líkamsbyggingu o.s.frv.
Til dæmis Caquetaia Myseri og Caquetaia Umbrifrerus (umbee) hafa mjög ólíka líkamsbyggingu.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ég veit svo sem ekki mikið um þetta en tennur og kjálkar staðsetning og lögun eru alltaf skoðaðir og það gerir það að verkum að stundum eru tegundir sem líta út fyrir að vera náskyldar oft í sitthvorum flokknum
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Ég á bók sem er um Tanganyikafiska og í henni eru bara teikningar af tönnum, kjálkum og hauslagi fiskana , frábær bók, hehe.
En þetta veltur á mörgum þáttum sem geta farið niður í "fáránlegustu" smáatriði. Bara svona smá dæmi þá held ég að séu 200+ Teg. af Rykmýi á Íslandi.
Ace Ventura Islandicus
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Oft eru bein í uggum líka talin og tegundir greindar í sundur skv því. Þetta er í raun ekkert standard, og dna sjaldan ef einhvertíman notað til að greina í sundur (sem mun þó líklega breytast í framtíðinni)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply