720 L búrið mitt.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

720 L búrið mitt.

Post by Bambusrækjan »

Jæja þá er maður að undirbúa komu 720 L búrsins í stofuna. Ég var að klára að smíða skenk undir það, sem á að geta borið nokkur tonn.
Hér eru nokkrar myndir.

Image
Beinagrindin kominn.

Image
Tók syllu í 2x4 stoðirnar til að ná meiri burði.

Image
Setti eik undir stoðirnar.

Image
Búinn að auka aðeins burðinn með þverspýtum.

Image


Image
Þá að skítamixa hurðir utaná þetta.

Image
Smá pose til að sjá stærðarhlutföllin.

Image
Hitt modelið varð líka að fá að vera með, enda var báðum borgað með skinkusneið :P
Rembingur
Posts: 138
Joined: 13 Oct 2007, 15:00

Post by Rembingur »

Flottur skápur. Er svo bilið fyrir aftan plötuna að vegg fyrir dælu ofl.
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Image
Já á að vera nóg pláss fyrir aftan skenk.
Rembingur
Posts: 138
Joined: 13 Oct 2007, 15:00

Post by Rembingur »

Flottur frágangur.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Image


af hverju léstu annars eik undir?
Last edited by Andri Pogo on 28 Nov 2009, 23:50, edited 1 time in total.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

flott :)
:)
User avatar
Hebbi
Posts: 115
Joined: 05 Aug 2009, 18:43
Location: Mosó
Contact:

Post by Hebbi »

hrikalega flott og snirtilegt hjá þér :)
this is mine..
20L
30L
páfagaukar, hundar og kettir....
ÆME
Posts: 34
Joined: 16 Dec 2008, 15:07
Location: Grafarvogur

Post by ÆME »

Flott hjá þér. Lofar góðu um framhaldið.... Flottur schafer :)
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Takk fyrir :) , ég smelli næst inn myndum þegar búrið kemur. Það á að detta í hús eftir ca viku.
Jetski
Posts: 246
Joined: 18 Sep 2009, 20:16
Location: keflavik
Contact:

Post by Jetski »

ertu að fá nytt búr :?:
673,5l afrika
simi7702916 og 4212916
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Já var að stækka við mig. Úr 450 L í 720 L.
jokkna
Posts: 130
Joined: 07 Nov 2008, 14:56
Location: Akureyri

Post by jokkna »

Lítur vel út

Má ég spyrja hvað á að fara í búrið?
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Ætla að hafa þetta gróðurbúr með regnbogafiskum. Kannski maður skelli diskusa pari seinna , þegar búrið verður komið í gott jafnvægi.

Image

Image

Image

ætla að hafa þessar tegundir og líklega fleiri.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hvað heitir efsta tegundin?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Post by Cundalini »

keli wrote:Hvað heitir efsta tegundin?
Parkisoni
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Andri Pogo wrote:
af hverju léstu annars eik undir?

Ef það sullast vatn á gólfið. þá dregur eikin miklu minna af vatni í sig. Svo notaði ég eikarbútana til að stilla af skenkinn.
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

djöfull er þetta spennandi...regnbogafiskar eru náttúrlega bara snilld...hlakka mikið til að sjá myndir þegar að þetta er allt klárt :D
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Djöfull líst mér vel á þetta hjá þér. Skápurinn lítur mjög vel út, stílhreinn og fínn.
Ertu búinn að ákveða hvaða hreinsibúnað þú verðu með í búrinu og lýsingu?
Er þetta undir akvastabil búr?
Jetski
Posts: 246
Joined: 18 Sep 2009, 20:16
Location: keflavik
Contact:

Post by Jetski »

Bambusrækjan wrote:Já var að stækka við mig. Úr 450 L í 720 L.
má spurja um verð á svona grip :P
673,5l afrika
simi7702916 og 4212916
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

léstu sníða plöturnar utan á grindina fyrir þig? Ég hverju eru þær?
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Sven wrote:Djöfull líst mér vel á þetta hjá þér. Skápurinn lítur mjög vel út, stílhreinn og fínn.
Ertu búinn að ákveða hvaða hreinsibúnað þú verðu með í búrinu og lýsingu?
Er þetta undir akvastabil búr?
Þetta er Akvastabil búr.Ég verð með 6 x t5 39 w. En með speglum sem eiga að tvöfalda lýsinguna. Það er a.m.k sagt á Akvastabil síðunni. Ég held samt að Ég geti bætt 50 % við, þannig að ég ætti að ná rétt tæplega 0.5 W á L, en 0.65 W ef marka má Akvastabil síðuna. Ég verð með 2 tunnudælur. Líklega renaxp4 og eiheimpro III. Og ætla að láta aðra dæla í gegnum UV. Svo ætla ég að hafa sterka straumdælu 6000 - 8000 L, með dreifðum straumi til að fá hreyfingu á vatnið án þess að það sé stormur í búrinu :P
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Jetski wrote:
Bambusrækjan wrote:Já var að stækka við mig. Úr 450 L í 720 L.
má spurja um verð á svona grip :P
Búrið + Lok með ljósum var í kringum 260 Þús ef mig minnir rétt. Svo er ég ekki búinn að taka saman efnið í skenkinn.
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Sven wrote:léstu sníða plöturnar utan á grindina fyrir þig? Ég hverju eru þær?
Ég sagaði plöturnar sjálfur, en ég keypti hurðinar í IKEA. Hurðinar eru háglanslakkaðar mdf. En innmaturinn er bara 16mm hilluefni.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

hljómar mjög spennandi, ég á eftir að fylgjast vel með þessu hjá þér.
Annars hef ég nú alltaf tekið þessum fullyrðingum með speglana með stórum fyrirvara.
Engu að síður held ég samt að 6 39wt5 ætti að vera ágætis lýsing, speglarnir skemma síðan vissulega ekki fyrir. Verður þú annars með kolsýru með þessu? Hvernig ætlar þú þá að leysa kolsýruna upp í búrið? Ertu eitthvað búinn að pæla í hvaða plöntur þú ætlar að hafa í búrinu?

Afsakaðu allar spurningarnar, maður verður bara spenntur þegar það er verið að setja upp svona álíka búr og maður var sjálfur að vinna í. Það hefur ekki verið mikið um svona "full size" plöntubúr hérna á klakanum, gaman hvað plönturnar virðast vera að koma sterkar inn í hobbíið.
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Sven wrote: Hvernig ætlar þú þá að leysa kolsýruna upp í búrið? Ertu eitthvað búinn að pæla í hvaða plöntur þú ætlar að hafa í búrinu?
Ætla að leysa Co2 með stiga. Ætla samt ekki að setja hana í gang fyrr en ég er kominn með mikið af plöntum í búrið. Plöntuvalið verður með Crinum thema :P . Ætla að hafa Crinum thaianum, Crinum calamistratum og Crinum natans ef ég fæ hana einhversstaðar. Svo verð ég með nokkur afbrigði af anbuias fastar við rætur + líklega nokkur afbrigði af valisenrum sem uppistöðu af plöntunum. Bæti líklega við seinna eihverjum flottum þegar komið verður gott jafnvægi.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Kúl, mér finnst calamistratum sérstaklega flott. Held annars að anubias og crinum eigi eftir að koma vel út saman.

Ég mundi þó athuga með hvernig þú ætlar að leysa kolsýruna upp. Ég er hræddur um að stigi ráð við að leysa upp allt of lital kolsýru fyrir þetta búr, þyrftir svona 5-6 stykki til að koma kolsýrunni upp í eitthvað sæmilegt magn sem þú þarft helst að vera með þegar þú verður með ágætis lýsingu. Mundi halda að þú verðir að vera með nokkuð gott flæði á koslýrurnni, ca. 3-4 bólur á sekúndu. Það mundi bara rennt beint í gegn um stigann á þess að leysast upp.
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Ég keypti framlengingu á stigann minn. Með henni á hann að anna 600 L búri. Ég verð líklega með rólegt flow á Co2. Þar sem ég verð með þannig plöntur. Co2 keyrir niður PH hratt ef maður passar sig ekki. Ég verð líka með slatta af rótum sem mýkir vatnið enn meir, og það er nú nógu mjúkt fyrir :P
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Image
Nú fer gamanið að byrja !
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Glæsó, þetta hefur kostað sitt.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Ég fæ mér bara bjór og þá gleymi ég því !
Post Reply