Stórt búr með gróðri og litlum fiskum

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Stórt búr með gróðri og litlum fiskum

Post by ibbman »

Var að spá í hvort einhver hafi prufað þetta með 700lítra + ? ?
Eða hvort þið hafið séð einhverjar myndir af svona, þá er ég að tala um búr með gróðri og alveg rosalega crowded af gúbbum, börbum, tetrum t.d ? ?
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Post by Cundalini »

Já ég er að prófa þetta, er með 720l búr, er ennþá bara í startholunum, búinn að fá einhvern slatta af gróðri, sem þarf svo bara tíma til að vaxa.
Eitthvað af fiskum líka en er að bíða eftir að búðirnar fari að panta fyrir jólin.
Ég ætla eingöngu að vera með smáfiska og rækjur, enga gotfiska samt.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Sven er með um 600 lítra búr sem hann er að koma í gang sem verður svona líka.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Já, ég stefni á að vera með 100-150 svartneontetrur í búrinu. Er með ca. 50 seiði núna, vonandi kemst eitthvað af þeim á legg, svo er bara að halda áfram að láta þá hrygna þangað til að takmarkinu er náð.
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Post by ibbman »

Snilld, ég er einmitt að spá í þessarri hugmynd líka...

En segiði mér, hvernig er að láta barba fjölga sér ? ? er það erfitt ?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

nei, það er frekar auðvelt að fjölga flestum börbum. Hvaða tegund hefur þú í huga?
Post Reply