Herlsa vatns.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Herlsa vatns.

Post by Bambusrækjan »

Ég var að velta fyrir mér hvort einhver væri að herða vatnið í búrunum sínum ?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

ég var svolítið að því áður þegar ég var með meira af plöntum, þá var ég að bæta kalki, matarsóda og fleiru í vatnið (EI "plöntunæringarprógrammið") Vatnið hertist þó ekki mjög mikið við þetta, en aðeins, enda vatnið hérna á fróni alveg fáránlega mjúkt.
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

já það er alveg snautt af öllu :P. Ég hef lesið að það sé varasamt að nota Co2 í mjög mjúku vatni, þar sem PH getur farið niður úr öllu valdi.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég nota co2 án nokkurra vandræða, er með um loftbólu á ca 4sek fresti í 21l búri.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

ertu með fiska í því ? eða bara plöntur ?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég hef nú alltaf verið að dæla massívum kolsýringi í vatnið hjá mér án vandræða, eina sem maður þarf að passa sig á er að hafa loftdælu í gangi á nóttunni ef kolsýruflæðið er mjög mikið (og slökkva þá á kolsýrunni á nóttunni.
Annars var ég með um 4 loftbólur á sekúndu í 210ltr búrinu mínu án vandræða, Ph var að vísu frekar lágt, 6,3 eða svo. En það skiptir svosem ekki miklu máli, var með fiska sem fíluðu það vel.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Bambusrækjan wrote:ertu með fiska í því ? eða bara plöntur ?
Rækjur. Ég reyndar gleymdi mér einusinni og hafði of mikið co2, þá rotaði ég þær allar og drápust 2 :) Gerðist yfir nóttina.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply