Hæ, hæ!
Ég er með þvílíka sótt í búrinu mínu. Allir fiskarnir mínir eru með hvítblettaveiki en ég tók ekki eftir því fyrr en á lokastigi. Einnig eru/voru nokkrir með sporðætu. Var með 31 fisk í búrinu mínu en á aðeins 16 eftir; 4 skala, 5 fimmrandabarba, 1 glow tetru, 3 gúbbí, 1 corydoras albino, 1 ancistru og 1 kínasugu. Skalarnir og barbarnir eru sterkastir enda sína varla að þeir séu veikir. Ég er búin að setja sjávarsalt í búrið og einnig lyfið gegn hvítblettunum, búin að fjarlægja plönturnar og setja þær í einangrun og búin að hækka hitann á búrinu. Vil ekki setja lyfið gegn sporðátunni fyrr en meðferðin gegn hvítblettunum er lokið. Er ég að gera e-ð vitlaust? Þarf ég að þrífa allt búrið hátt og lágt eftir meðferð til að losna við saltið og náttúrulega sníkjudýrin?
Plís hjálpa!
Kv.
Smá vesen hjá nýliða!
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Það þarf ekki að vera að þetta sé sporðáta, gæti verið bara afleiðing veikindanna. Bara salta vel og skipta út vatni þegar mælt er með í meðferðinni. Svo eftir lyfjameðferðina að gera góð vatnaskipti og bíða og sjá. Þetta tekur alltaf einhvern tíma. En þegar þetta kom í mitt búr þá var einn fiskur sem missti alveg sporðinn, hann kom aftur á um mánuði þegar veikin var gengin yfir.
One out of three people is mentally ill. Ask two friends how they're doing. If they say they're OK, then you're it