Söltun

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
reyndeer
Posts: 24
Joined: 22 Mar 2009, 19:25

Söltun

Post by reyndeer »

Langaði að fá fagmannleg svör við söltun í búri með mollý fiskum.

Málið er að mér var bent á að salta búrið, ég leitaði mér upplýsinga með það og ákvað samkvæmt ráðleggingu á einhverjum spjallþræði hér að setja 1 gramm/líter af salti (gróft salt frá kötlu) sem að stemmir einnig við margar aðrar mælingar til ísöltunar.

Sá sem ráðlagði mér að salta sagði að fyrir 60 lítra búr (er sjálfur með 54 lítra) þá mætti fara alveg upp í 500g eða hálft kílo af salti/líter í þrepum!

Spurning: Er það satt? mér þykir þetta vera ansi mikið salt til að setja í búr, sérstaklega þar sem það á að vera ísalt, ekki pækilsalt.

Langaði að fá að vita hvernig er best að salta (skammtastærðir, hversu oft o.s.frv.) fyrir mollý fiska. Er eingöngu með mollý.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég er ekki með skammtana, en mollý geta verið í fersku vatni, hálf söltu og söltu vatni.. en ég sé enga ástæðu til að salta í búrinu nema það sé veiki í því.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Ef það kemur upp veiki hjá mér miða ég við 3 gr. á líter og sturta svo bara ca. úr pokanum engar nákvæmar mælingar
Mollý lifir vel í ferskvatni og í sjálfu sér engin ástæða til að salta ef allt er í lagi
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég fer einmitt upp í 3-4gr á lítra án þess að blikka. Set það kannski í í 2 skömmtum með 2ja klst millibili.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
rabbi1991
Posts: 221
Joined: 10 May 2009, 03:23
Location: Reykjavik, 112

Post by rabbi1991 »

af minni reynslu líður mollýum betur í brackish eða hvernig það er skrifað.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

rabbi1991 wrote:af minni reynslu líður mollýum betur í brackish eða hvernig það er skrifað.
Jamm, það er rétt. Minni sjúkdómar og vesen venjulega. Ef maður ætlar að gera brackish búr þarf maður þó helst að kaupa salt sem er notauð í sjávarbúr, ekki bara kötlusalt.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply