110 l gróðurbúr Vargs

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

110 l gróðurbúr Vargs

Post by Vargur »

Jæja þá er komið að því að breyta 110 l Juwel Rekord búrinu sem ég er með á eldhúsborðinu í gróðurbúr. Hér mun ég leyfa mannskapnum að fylgjast með þessari frumraun minni í að setja upp alvöru gróðurbúr.

Image
Svona lítur búrið út í dag.

Ætlunin er að setja upp fremur ódýran og einfaldan hátt sæmilegt gróðurbúr.
Last edited by Vargur on 24 Jul 2007, 04:21, edited 2 times in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég var svo lánsamur að fá Pólsk hjón í heimsókn í búðina í dag með 3 trjárætur, 3 kg af fiskafóðri, slatta af fallegum steinum (þar af nokkra fallega steingervinga) og gullfiskakúlu sem þau vildu selja vegna flutninga. Ég var ekki lengi að rífa upp veskið og keypti þetta fyrir lítið fé.

Image
Hér eru 2 af trjárótunum og fara þær væntanlega í búrið.

Ég tók með mér heim nokkrar plöntur af handahófi.
Image
Ludwigia glandulosa (''perennis'')
Ludwigia repens
Hygrophila corymbosa
Samolus valerandi
Limnophila sessiliflora

Allar þessar plöntur og fleiri til eru til í Fiskabur.is og ég er sérstaklega hrifinn af
Limnophila sessiliflora http://www.tropica.com/default.asp
Einstaklega falleg planta.

www.fiskabur.is
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Dj...list mér vel á þetta hjá þér Hlynur.
Speglarnir sem þú seldir mér á ljósabúnaðin svinvirkar á gróðurinn og tala nú ekki um sódastremið sem ég helli ofani búrið daglega :)
Gróðurin hjá mér verður fallegri með degi hverjum.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Gott að heyra, þessir speglar eru snilld og tvöfalda ljósmagnið. Þú verður að líta við og skella þér á Nutrafin co2 systemið.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Image
Ég stillti rótunum upp og smellti mölinni í.

Image
Þrátt fyrir að hafa skolað sandinn létt gruggaðist allt, ég lét því renna í og úr búrinu nokkrum sinnum.

Image
Nokkuð sáttur bara með uppstillinguna, þá er bara að fara að planta.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

awesome, hvernig perur ertu með í búrinu?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Perurnar eru bara orginal Juwel 2x 18w
Warm white og daylight.
Býst við að skipta annari út fyrir gróðurperu.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hmm ja bless warm white hehe :D en annars lookar þetta fox vel ;)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Image
Brot af blómapott og tveir brúnleitir steinar sem Pólverjarnir komu með fóru í búrið. Ef einhver kannast við grjótið þá er sá fróðleikur vel þeginn.

Image
Ég stakk nokkrum töflum af rótarnæringu í mölina, braut 2-3 töflur í tvennt og dreyfði um búrið.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Verður fróðlegt að sjá hvað verður úr þessu.
Sammála þér með Limnophila sessiliflora , mjög flott planta. Birta fékk svona um daginn og hún er rosalega flott í búrinu.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Gróðrinum holað niður.

Image

Image

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Kemur vel út.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Vá, Stephan er kominn með smá samkeppni
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

Gróðurbúr.

Post by Bruni »

Þetta lítur alveg ágætlega út. Flott hjá þér að nota rótina til þess að fela þetta hryllilega Juwel hreinsitæki.
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Alveg æði - þetta list mér mjög vel á :D .
Sammála honum Bruni skemmtileg hverning þú felur dæluna.
Gaman að sjá svona flottan samkeppni.... hehehe

Til hamingju
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Samkeppni já, Stephan pakkar mér nú saman í stærð búrs og búnaði.
:-)
Aldrei að vita nema að maður seti upp stórt gróðurbúr einhverntíman.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þá eru það fiskarnir, í búrið fóru.
Sitthvort parið af Apistogramma og fiðrildasikliðum.
3 stk Limia nigrofasciata
2 stk Girardinus metallicus
3 stk Platy
1 stk Hoplosternum thoracatum í hreinsistörf

Einnig hálfsvindlaði sér með 1 stk keyhole (maronii)
Einar
Posts: 63
Joined: 09 Apr 2007, 01:04

Post by Einar »

Gaman að þessu! En hvernig er það er ekki fjölda fiska haldið í lágmarki í svona gróðurbúrum?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Yfirleitt hafa menn bara lágmarksfjölda af fiskum í alvöru gróðurbúrum, það má nánast seigja að fiskar og gróður eigi ekki samleið. Margt sem er gott fyrir gróðurinn er vont fyrir fiskana og öfugt.
Ég stefni samt á að hafa sem flesta fiska í búrinu.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hvernig er með keyhole, eru þeir ekkert agressívir?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

nei keyhole eru ósköp rólegir og góðir
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

ok, er búin að lesa eitthvað um það hefur greinilega lent á teflonhlið heilans :P
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Keyhole eru rólegheita fiskar sem þó hafa klassíska sikliðu lookið og verða um 10 cm.
Ég stefni á að bæta öðrum þannig við.
Hér er smá fróðleikur http://www.cichlid-forum.com/profiles/s ... php?id=139

Image
Keyhole, mynd tekin af fiskabur.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nýjar myndir af búrinu.

Image

Image

Image

Image
Eplasnigill og loricaria.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Lítur afskaplega vel út.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mér finnst þetta flott.
Hlakka til þegar ég nenni að setja upp gróðurbúr en ég hef alltaf verið dálítið skotin í gróðri.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Mjög flott :!:
-Andri
695-4495

Image
Einar
Posts: 63
Joined: 09 Apr 2007, 01:04

Post by Einar »

Flott búr!
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Geggja flott - með fiskum litur þetta alveg geggja flott út
Til hamingju :D
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Skellti í co2 systeminu frá nutrafin og gróðurperu.
Nutrafin co2 pakkinn er alger snilld og ekkert tæknikjaftæði fyrir "látaverkintala" durg eins og mig. Skellti kerfinu í búrið með alles á 7 mínútum án þess að lesa leiðbeiningarnar.

Image
Last edited by Vargur on 22 May 2007, 21:33, edited 1 time in total.
Post Reply