Hér kemur ein léleg mynd af búrinu, það eru reptile glow perur í því sem gerir búrið blátt og því virðist myndavélin mín ekki alveg fýla búrið. Lofa að endurnýja myndina sem fyrst.
En íbúar búrsins eru enn sem komið er:
3x skalar (á eftir að bæta 1-2 í viðbót við)
2x ram
5x litlir kribbar
15x ca neon
4x corydoras
1x colis laila
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Eg er að spá, núna hef ég ekkert séð 10x neon, 4x kribba né 2x cory.. eru líkur á a þetta fari i tunnudæluna eða er þetta allt bara í felum? kribbarnir gætu nú reyndar vel falið sig í grjóthleðslunni.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Það getur verið erfitt að telja neon tetrurnar. Annars þurfa skallarnir ekkert að geta komið þeim upp í sig til að éta þær, þeir drepa þær með kjaftinum og narta svo í þær. Er ekki svona rist á inntakinu á tunnudælunni? Þykir ólíklegt að það komist fiskur inn í tunnudæluna.
Þeir voru allir í tunnudælunni, fundum ekki ristina þegar við vorum að setja búrið upp, en rákumst svo á hana í e-h dollu sem fylgdi með. Sumir eru smá skrambúleraðir en éta alveg. Skalarnir eru ekkert svo stórir enn, og hafa hingað til látið teturnar vera, og þessi sem ég var með í 85 L búrinu var alltaf með 5-6 tetrum í búri án vandræða En annars er komið svaka líf í búrið með 3 skölum, 4-5 kribbum, 2 ram, 12 -15 tetrum, 3 cory (fann einn dauðaní tunnudælunni) og 3 ancistrum
Linda, nei, það var engin bakgrunnur á því þegar karlinn keypti það handa mér í afmælisgjöf, en ætla að reyna redda því með tíð og tíma
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
haha, verður að passa að hafa filterinn (sigtið) á, fiskar leita svo mikið upp í svona, t.d ancistrur og coryar.. tetrurnar auðvitað sogast upp eins fjaðrir í skýstrók.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
85 L er orðið að guppy-búri. Í því eru 6 guppyar, 3 kvk og 3 kk (2 bættust við í dag, á eftir að fá mér fleiri kvk) Sá svo flotta guppy og ég bara varð að fá þá
Er búin að fá 2 got.
Got nr. 1 kom 15.11.09 og náði ég 8 stk seiðum úr því ( hún gaut í búrið) og er kvk gul með snake skin sporð. (KK óþekktur, kom seiðafull úr dýragarðinum)
Got nr. 2 kom 04.12.09 og komu c.a. 20 stk þar og hún gaut einnig í búrið. Kvk þar er gul með rauðan sporð. (Sama með kk)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr