er með eina stóra tetra tunnudælu minnir að hún sé fyrir 400 lítra en alltaf þegar ég set hana í gang þá gengur hún í smá stund en svo byrjar hún að leka er ykkver sem getur sagt mér hvað getur verið að???
Kúlulokarnir í inn- og úttaks stykkinu eru oft gallaðir, vatn dropar upp með lokanum og rennur síðan niður og kemur undan haus dælunar.
Þessi leki sést á inn- og útaksstútnum þegar dælan er í gangi.
Ef það er málið þá skaffar væntanlega verslunin sem seldi þér dæluna nýtt stykki.