Vargur wrote:Gast þú ekki snúið rekkanum ?
Flott hjá kallinum, kellu var nær að skilja þig einan eftir með börnin í 13 tíma.
restin af rekkanum er full af drasli og einnig má þetta ekki vera of gott því núna pirrar ljósið mig og þá hlít ég að flýta mér meira að koma herberginu í lag
Lindared wrote:Mjög flott!!! En var það ekki gæsin sem verpti gullegginu eða er þetta önnur saga?
Hanar verpa allavega ekki eggjum
ég var með smá gyllt mósaik og ákvað að nota það ég hafði hvort sem er hanan galandi um miðja nótt þannig að mér fannst það bara gera dæmið meira öðruvísi enda skapast alltaf umræður um verkið þegar fólk sér það
ég hef nú samt gert meira af fernings myndum
eins og þessa seglskútu sem er á svölunum hjá múttu sem var nú bara kíttuð á veggin í 1 cm x 1cm bútum sem ég var í smá stund að skera niður en stærðin hljóp á mm þannig að myndin varð frjáslegri í lögun
Þessi fær alltaf að vera með hjá mér þótt hann sé ekki alveg í lagi litalega séð en það blundar alltaf í mér að sjá hvernig ræktast undan honum en svona svart í fiskum leiðir oft til krabbameins þegar þeir eldast og það þyrfti nokkur búr til að prófa þetta þannig að ég á eflaust ekki eftir að prufa það
ps. Hlynur ætti að kannast við þennan þar sem ég fékk hann hjá honum þegar hann var seiði
Mr. Skúli wrote:gummi áttu ekki nokkur búr fyrir rekkann í geymslunni minni?
Gæti verið
Gámurinn er hinum meginn við götuna og ég er að bíða eftir Gröfumanni sem ætlaði að slétta undir gáminn í síðustu viku svo hægt væri að flytja gáminn á réttan stað
vil ekki opna gáminn fyrr hann er á réttum svo búrin fari ekki á ferð
Man ekki hvort ég var búinn að pósta 180 ltr búrinu einhvern staðar
en ég setti það upp í ganginum hjá mér með slatta af fiskum
samt bara bráðabirgða mix af fiskum
Var einmitt að velta fyrir mér að hafa Congo tetrur í búrinu hjá mér í staðin fyrir svartneon, hefði þá viljað hafa svona 40 stk.
Ég ákvað þó að velja frekar svartneon þar sem ég var frekar hræddur um að congoarnir mundu stökkva svolítið mikið upp úr búrinu. Hefði samt verið svaðalega flott held ég........ demit, nú er ég í vafa, ætti ég að svissa yfir í congo, þér eru bara svo ferlega dýrar.
Congó tetrurnar eru alltaf að hrygna í búrið sem þær eru í en engin aðstaða til að koma upp seiðum
ég reyni að rækta þær síðar þegar aðstaða leyfir og ef vel gengur þá gæti búrið þitt orðið ansi fínt en þangað til fyllir þú bara búrið af svarttetrum
þær hafa ekki verið að stökkva neitt hjá mér og eru ekki hræddar
man ekki eftir þeim þannig