Of margir fiskar?

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
krissag
Posts: 18
Joined: 23 Apr 2009, 21:02

Of margir fiskar?

Post by krissag »

Sæl öll. Ég var að spá, ég er með 50lítra búr, en í raun þegar ég fór að mæla það (lengd*breidd*hæð) þá tekur það ekki nema rúmlega 40lítra. Ég er með tíu fullorðna sverðdraga, 10 hálffullorðna platy, 4 tetra kardinála sem eru ársgamlir og orðnir frekar stórir og anchistru. Svo er ég með í öðru búri seiði ca 20 sem eru að verða frekar stór. Einhversstaðar las ég að á hvern líter af vatni ætti að vera 1cm af fisk. Hvað haldið þið? sleppur þetta ef ég set svo seiðin/hálffullorðnu með eftir nokkrar vikur? Mig langar rosalega að kaupa mér guppy til að bæta við og fleiri kardinála tetrur en er ekki viss.. Endilega kommenta á þetta :)
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

Þessi skilgreining á 1cm af plássi fyrir hvern cm af fiski er rétt, nema það sammt sem áður i rauninni vatnsgæðin i búrinu sem skiptir mestu máli, ef þú passar uppá vatnsgæðin og ert dugleg að skifta um vatn þá ætti að vera í góðu lagi að bæta nokkrum gubbyum og cardínárum við. Ef fiskarnir sem þú ert með í búrinu eru hressir þá er allt í góðu ;) passaðu samt sem aður að yfirfylla það ekki, þú sérð það álveg þegar það gerist .
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er fulllítið búr fyrir alla þessa fiska. Sverðdragarar þurfa meira sundpláss, láttu þá fara og ég er viss um að búrið verður skemmtilegra á eftir.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Sorry ef ykkur finnst þetta óþarfa póstur en mig langar að reikna pínulítið

1L per cm (ég lærði að maður ætti að miða við fullvaxinn fisk, veit ekki með ykkur)

10 x platy ca. 6 cm = 60cm
10 x sverðdragi ca. 6cm = 60 cm
4 x kadínála tetra ca. 2,5cm = 10cm
1 x brúsknefur ca. 10cm
60+60+10+10=140


þó ég fari ekki alltaf nákvæmlega eftir þessari reglu (og ég efast um að margir geri það) þá hugsa ég eins og Vargur að þetta sé svolítið lítið
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
krissag
Posts: 18
Joined: 23 Apr 2009, 21:02

Post by krissag »

Já þetta er líklega rétt. En það sem þú ert að reikna væri rétt ef að þeir væru allir fullvaxnir, en þeir verða það auðvitað á endanum svo að ..
En hvernig er hægt að sjá þegar það yfirfyllist? fer það kannski ekkert framhjá manni..
og já eitt annað sem ég hef verið að hugsa lengi, þegar ég er að gefa þeim þá klára þeir alveg á ca tveimur mínútum, en samt eru þeir alltaf (oftast) með hangandi skít þið vitið (stundum mjög langan). Eiga þeir bara að sýnast vera fit og gefa þeim lítið, er þetta óhollt fyrir þá að fá smá "bumbu" eftir fóðrun?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Minkaðu gjöfina um helming. Ég bendi vanalega fólki á að miða við 30 sekundur 2x á dag.
Karen98
Posts: 138
Joined: 05 Oct 2009, 15:25

Post by Karen98 »

ég var að spá hvort að í búrinu mínu væri of mikið af fiskum
Það er 163 l og í því eru
1x Gullfiskur
4xGuppy
1xBlack Molly
2x Sverðdragar
2xCospy Blágúramar
1xCorydoras Platenus
3xNeon Tetrur
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Nei nei, ekki of mikið í búrinu. En það sem ég mundi gera karen er að losa mig við gullfiskinn (hann þarf lægra hitastig en hinir fiskarnir) og bæta við nokkrum neon tetrum til að hafa allavega um 10stk.
Æskilegt hitastig í búrinu er 24-28°C.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Karen98
Posts: 138
Joined: 05 Oct 2009, 15:25

Post by Karen98 »

Takk fyrir Upl :wink:
Post Reply