Loksins komst ég í góðan myndadag
ég fór á þrjá staði og allt gekk upp
náði mynd af nýjum tegundum
fínum myndum af orange endler
congo tetrur með risa slör
helling af mjög góðum myndum af regnbogafiskum
og mér tókst einhvern veginn að eyða öllu út af kortinu á vélinni
Það fauk í mig og talsvert af munnsöfnuði lak út og held ég að mín fjögur börn hafi öll lært eitthvað nýtt orð í kvöld slíkt var úrvalið af blótsyrðum
Ég þarf eflaust að þvo á mér munninn með sápu í kvöld
Þakka þér fyrir það
ég hef aldrei þurkað óvart út af vélinni
og þarna voru margar góðar myndir
Ég er nefnilega í bænum í nótt og gat þess vegna ekki hlaðið myndirnar í tölvuna mína og fór því að skoða þær í vélinni
þar var slæm mynd og ég ætlaði að ýta á eyða mynd en ýtti á eyða öllum myndum
Hef ekki enn lent í þessu en djöfull er þetta svekkjandi. Myndirnar af hrygnandi botium hafa þá farið líka ? Þú tekur bara annan rúnt og enn betri myndir.
þú getur náð myndunum af kortinu svo framarlega sem þú sért ekki búinn að taka aftur á það, það eru til einhver forrit til að ná eyddum skjölum af kortum, getur sett fyrirspurn á ljosmyndakeppni.is og þeir verða fljótir að benda á forrit sem virkar.
Ég er búinn að taka slatta af myndum eftir þetta
vissi ekki af þessum forritum
þetta kostar bara annan rúnt við tækifæri
Ég var búinn að ná fínum myndum hjá múttu Rostratus í stuði og kattfiskarnir frammi við
þannig að ég reyndi að ná fleiri myndum af þeim fiskum eftir að kortið tæmdist
ok, en þó að þú sért búin að taka eithvað af myndum gæti eithvað af hinum verið inn á kortinu ennþá, það allavega virkar þannig á hörðum diskum fyrir tölvur..
this is mine..
20L
30L
páfagaukar, hundar og kettir....
Hebbi wrote:ok, en þó að þú sért búin að taka eithvað af myndum gæti eithvað af hinum verið inn á kortinu ennþá, það allavega virkar þannig á hörðum diskum fyrir tölvur..
Jæja bætti skaðan aðeins þegar ég kíkti aðeins á Bambusrækjuna aftur
fiskarnir voru ekki eins vinsamlegir að pósa eins og fyrri daginn en þeir þekkjast þó á myndunum