Jæja þá er komið að því að breyta 110 l Juwel Rekord búrinu sem ég er með á eldhúsborðinu í gróðurbúr. Hér mun ég leyfa mannskapnum að fylgjast með þessari frumraun minni í að setja upp alvöru gróðurbúr.
Svona lítur búrið út í dag.
Ætlunin er að setja upp fremur ódýran og einfaldan hátt sæmilegt gróðurbúr.
Last edited by Vargur on 24 Jul 2007, 04:21, edited 2 times in total.
Ég var svo lánsamur að fá Pólsk hjón í heimsókn í búðina í dag með 3 trjárætur, 3 kg af fiskafóðri, slatta af fallegum steinum (þar af nokkra fallega steingervinga) og gullfiskakúlu sem þau vildu selja vegna flutninga. Ég var ekki lengi að rífa upp veskið og keypti þetta fyrir lítið fé.
Hér eru 2 af trjárótunum og fara þær væntanlega í búrið.
Allar þessar plöntur og fleiri til eru til í Fiskabur.is og ég er sérstaklega hrifinn af
Limnophila sessiliflora http://www.tropica.com/default.asp
Einstaklega falleg planta.
Dj...list mér vel á þetta hjá þér Hlynur.
Speglarnir sem þú seldir mér á ljósabúnaðin svinvirkar á gróðurinn og tala nú ekki um sódastremið sem ég helli ofani búrið daglega
Gróðurin hjá mér verður fallegri með degi hverjum.
Verður fróðlegt að sjá hvað verður úr þessu.
Sammála þér með Limnophila sessiliflora , mjög flott planta. Birta fékk svona um daginn og hún er rosalega flott í búrinu.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Þá eru það fiskarnir, í búrið fóru.
Sitthvort parið af Apistogramma og fiðrildasikliðum.
3 stk Limia nigrofasciata
2 stk Girardinus metallicus
3 stk Platy
1 stk Hoplosternum thoracatum í hreinsistörf
Einnig hálfsvindlaði sér með 1 stk keyhole (maronii)
Yfirleitt hafa menn bara lágmarksfjölda af fiskum í alvöru gróðurbúrum, það má nánast seigja að fiskar og gróður eigi ekki samleið. Margt sem er gott fyrir gróðurinn er vont fyrir fiskana og öfugt.
Ég stefni samt á að hafa sem flesta fiska í búrinu.
Skellti í co2 systeminu frá nutrafin og gróðurperu.
Nutrafin co2 pakkinn er alger snilld og ekkert tæknikjaftæði fyrir "látaverkintala" durg eins og mig. Skellti kerfinu í búrið með alles á 7 mínútum án þess að lesa leiðbeiningarnar.
Last edited by Vargur on 22 May 2007, 21:33, edited 1 time in total.