Þessi tegund sýnir það á litnum hversu ánægðar þær eru og öruggar
og virðist sem þær séu hæst ánægðar eins og er því liturinn hefur aldrei verið betri og flestar kerlur með hrogn
Flottar. Ég er nú kominn með rækjuáhuga eftir að ég fékk red cherry hjá þér. Ætla að dunda mér að koma upp nano rækjubúri um jólin fyrir þær. Annars eru þær orðnar ansi rauðar eftir að ég setti undergravel filter í kúluna. Smá hreyfing á vatnið virtist hressa þær við.
ég hef verið að pæla hvort það það sé betra að vera með loftdælu í búrinu hjá rækjunum? Eru red cherry viðkvæmari en aðrar rækjur? Setti nokkrar í búrið hjá mér og ég sé þær mjög sjaldan og líklegast eru þær flest allar dauðar, en hinar Tígris og þessar grænu sem ég á, eru sprelllifandi.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
ég hef verið með þær í dælulausu búri og kúlu í langan tíma eða síðan um páskana í fyrra og ekkert vandamál
þær verða ekki eins fallegar á litinn þar sem vatnið er kannski ekki eins gott en þær fjölga sér og dafna
en rækjur geta verið viðkvæmar fyrir vatnsskilyrðum og er ekki mælt með þeim í ný búr þar sem þær þola amoniu og nitrit ílla
en ég hef allaveg komist upp með þetta hingað til