Rækjur myndir red cherry

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Rækjur myndir red cherry

Post by Gudmundur »

Þær eru alltaf að verða dekkri hjá mér rækjurnar

Image
þessi mynd var tekin í haust áður en ég flutti


Image
Þessi er nýleg


Image
Og þessi síðan í dag

Þessi tegund sýnir það á litnum hversu ánægðar þær eru og öruggar
og virðist sem þær séu hæst ánægðar eins og er því liturinn hefur aldrei verið betri og flestar kerlur með hrogn
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Gullfallegar rækjur. Hvað ertu með þær í stóru búri?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Flottar. Ég er nú kominn með rækjuáhuga eftir að ég fékk red cherry hjá þér. Ætla að dunda mér að koma upp nano rækjubúri um jólin fyrir þær. Annars eru þær orðnar ansi rauðar eftir að ég setti undergravel filter í kúluna. Smá hreyfing á vatnið virtist hressa þær við.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

keli wrote:Gullfallegar rækjur. Hvað ertu með þær í stóru búri?
Þessar eru í 75 ltr búri


Bambusrækjan

Þær eru fallegastar hjá mér þar sem ég er með dælu og mikinn gróður
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég hef verið að pæla hvort það það sé betra að vera með loftdælu í búrinu hjá rækjunum? Eru red cherry viðkvæmari en aðrar rækjur? Setti nokkrar í búrið hjá mér og ég sé þær mjög sjaldan og líklegast eru þær flest allar dauðar, en hinar Tígris og þessar grænu sem ég á, eru sprelllifandi.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ég hef verið með þær í dælulausu búri og kúlu í langan tíma eða síðan um páskana í fyrra og ekkert vandamál
þær verða ekki eins fallegar á litinn þar sem vatnið er kannski ekki eins gott en þær fjölga sér og dafna

en rækjur geta verið viðkvæmar fyrir vatnsskilyrðum og er ekki mælt með þeim í ný búr þar sem þær þola amoniu og nitrit ílla
en ég hef allaveg komist upp með þetta hingað til

Hvernig gengur að fjölga tígris rækjunum ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

það gengur eins og í sögu. Fullt af litlum rækjum út um allt búr, svo er ein kerlingin með hrogn undir sér.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply