Kraminn sporður? hvað get ég gert?

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
plantan
Posts: 140
Joined: 17 Nov 2009, 22:02
Location: Reykjavík
Contact:

Kraminn sporður? hvað get ég gert?

Post by plantan »

Ég er með öll seyðin min í 20L búri með loft/hreinsidælu og hitara og geri 50-70% vantskipti í hverri viku og hreinsa dæluna eftir þörfum..

en ALLAVEGA þá er eitt og eitt seyði með kraminn sporð.. (eða svona saman fallinn) og þeim fer fjölgandi (held ég)
hvernig get ég stoppað þetta og afhverju kemur þessi kramdi sporður?
getur þetta lagaðst?
Finst orðið leiðinlegt að fylgjast með seyðunum því ég er alltaf að finna nýtt og nýtt seyði með kraminn sporð og alltaf verð ég jafn fúl þegar ég finn seyðið! :roll:
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Mögulegt að vatnið sé ekki of kalt í búrinu?
Annars skrifaru seiði vitlaust, seiði ekki seyði. :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
plantan
Posts: 140
Joined: 17 Nov 2009, 22:02
Location: Reykjavík
Contact:

Post by plantan »

haha Gat verið..:D var búin að leita hér á síðunnu hvernig SEIÐI eru skrifuð og sá einhverstaðar seyði! og bara stimmplaði því í hausinn á mer að það væri með y....
hitinn er 27°c er það of lítið?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Fínasta hitastig bara, af minni reynslu beygla fiskar sporðinn í of köldu vatni þar af leiðandi stressi, hef þó ekki séð þetta hjá seiðum áður.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
plantan
Posts: 140
Joined: 17 Nov 2009, 22:02
Location: Reykjavík
Contact:

Post by plantan »

Ég hef ekkert verið að eiga við búrið nema bara í vatnaskiptum og þá nota ég slöngu til að taka vatnið úr og setja í og ég stilli hitastigið áður en ég læt vatnið renna.. þannig það kemur ekki of kalt eða of heitt bara akkurat mátulegt fyrir þau..
vil ekki að þau seu með kraminn sporð. það er ljótt :( hehe
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

spurning hvort það sé komin sýking í búrið ?. seiði eru oft viðkvæm fyrir alls kyns sjúkdómum. Spurning um að spá í að salta ?. Ég hef saltað seiðabúr hjá mér ef ég gruna að eitthvað sé að. Ég myndi samt ekki salta fyrr en ég væri búinn að kynna mér kosti og galla þess , ef ég væri þú.

Svo væri gott að sjá mynd ef þú nærð að taka eina slíka. Annars kannast ég ekki við þetta vandamál hjá mér. En seiði hafa fengið fungus á sporðin eða við sporðin hjá mér og salt hefur alltaf unnið á því.
User avatar
plantan
Posts: 140
Joined: 17 Nov 2009, 22:02
Location: Reykjavík
Contact:

Post by plantan »

Hef verið að salta það (hef fundið út hve mikið magn á að fara af salti í þetta búr) en er ekki viss hve oft ég á að salta það, getur einhver sagt mer það?.
ætla að prufa að skipta um vatn á morgun og setja vatn úr stærra búrinu í það (2lítra) Hún Vigdís ráðlagði mér það þegar ég kíkti til hennar í Trítlu í dag :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég sé þetta oft í guppy seiðum hjá mér og grunar að þetta sé costia.
Lyf virðast ekki virka á þetta og eina ráðið virðist vera að farga strax seiðum með klemdan sporð.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Vargur wrote:Ég sé þetta oft í guppy seiðum hjá mér og grunar að þetta sé costia.
Lyf virðast ekki virka á þetta og eina ráðið virðist vera að farga strax seiðum með klemdan sporð.
Jebb, sama hér. Mér hefur ekki tekist að losna við þetta úr gúbbum sem fá þetta hjá mér og þetta virðist vera bráðsmitandi. Ein aðal ástæðan fyrir að ég er búinn að gefast upp á gúbbum í bili.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply