Bakgrunnar

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
snaeljos
Posts: 24
Joined: 27 Nov 2009, 17:59

Bakgrunnar

Post by snaeljos »

Það er auðvitað af tómri leti að ég spyr ykkur um bakgrunna í fiskabúr ( gæti euðvitað eytt miklum tíma í að kanna málið) en þar sem ég er með gullfiska og gerviplöntu sem mér finnst ótrúlega ljót datt mér í hug hvort flottur bakgrunnur gæti ekki "sprúsað" þetta aðeins upp.
Er hægt að fá eitthvað þokkalega flott sem límist aftan á bakglerið?

Kv. Jóhanna og gullfiskarnir ( + 1 ryksuga)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já, það er yfirleitt ágætt úrval af bakgrunnsplakötum í flestum dýrabúðum, mér finnst sjálfum Juwel steinaplakatið flott ef þú vilt ekki einlitt:
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=3007
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er eimitt hrifnastur af Juwel steinaplakatinu.
Lítur mjög vel út.

Image

Þessi þráður gæti líka gefið hugmyndir
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=450
snaeljos
Posts: 24
Joined: 27 Nov 2009, 17:59

Post by snaeljos »

Gott mál, og hvar fæ ég svona bakgrunn?

Kv. Jóhanna
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Andri Pogo wrote:já, það er yfirleitt ágætt úrval af bakgrunnsplakötum í flestum dýrabúðum, mér finnst sjálfum Juwel steinaplakatið flott ef þú vilt ekki einlitt:
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=3007
þarna
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

mér finns líka mjög flott að vera bara með blátt eða svart plaggat
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

Svo geturu fengið efni sem þú smyrð á bakgrunninn svo hann haldist við glerið man ekki allveg hvað það heitir. Þú getur spurt þá í fiskabúðunum um það
60l guppy
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

getur líka notað venjulega handsápu þá færðu 3D effectinn allveg í botn
Minn fiskur étur þinn fisk!
snaeljos
Posts: 24
Joined: 27 Nov 2009, 17:59

Post by snaeljos »

Arnarl wrote:getur líka notað venjulega handsápu þá færðu 3D effectinn allveg í botn
Kærar þakkir fyrir fínar ábendingar. Ég er búin að vera á leiðinni að kíkja í hobbyherbergið en tímasetningin frá 12 - 15 á laugardögum er mér ekki mjög þægileg svo það bíður nýs árs giska ég á.
Gleðileg fiskajól~ ~
Jóhanna
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Arnarl wrote:getur líka notað venjulega handsápu þá færðu 3D effectinn allveg í botn
er ekki bara hægt að nota Lube?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Jú ætti að vera hægt bara einhvað sem er svona eins og handsápa eða þannig. Annars finnst mér þæginlegast að nota handsápu og hún er líka til á flestum heimilum :-)
Minn fiskur étur þinn fisk!
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

ég notaði matarolíu, bar hana á með svampi, er ennþá fast hjá mér

edit: það er samt leiðinlegt að þrífa hana svo það þarf ekki mikið
Post Reply