Pússningarsandur?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
botnfiskurinn
Posts: 218
Joined: 23 Jan 2009, 09:18
Location: RVK

Pússningarsandur?

Post by botnfiskurinn »

Haldiði að það sé í lagi að vera með pússningarsand hjá Polypterus og Channa?


Og ef það er hægt hvað þarf ég mikið í 400l. búr þar sem að það skolast örugglega mikið úr honum?
400L Juwel Polypterus+
160L Polypterus uppeldi
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég er með pússningarsand án mikilla vandræða. Það er hundleiðinlegt að skola hann, það kemur endalaus drulla úr honum en hann er flottur.

Ég myndi halda að 2 pokar væru feykinóg.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Ég nota þennan sand mikið sérstaklega þar sem hann liggur á gólfinu hjá mér við hliðina á hrærivélinni
ég hef prufað að nota hrærivélina til að þrífa hann, var með hana í gangi úti og stóð rétt hjá og sprautaði vatni í hana en ég gafst upp

gekk best með hjólbörur hálffullar og stöðugt vatn rennandi í , en síðan hef ég bara tekið fötu með 1/4 sand og skolað það vel og einhvern veginn finnst mér það fljótlegast þótt það taki mikinn tíma
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
botnfiskurinn
Posts: 218
Joined: 23 Jan 2009, 09:18
Location: RVK

Post by botnfiskurinn »

En hvernig er að vera með gróður í þessum sandi?
400L Juwel Polypterus+
160L Polypterus uppeldi
Pjesapjes
Posts: 118
Joined: 30 Dec 2008, 14:40

Post by Pjesapjes »

botnfiskurinn wrote:En hvernig er að vera með gróður í þessum sandi?
held það fari eftir því hvernig gróður þú ert með... en annars gengur mér ágætlega með þennan sand og gróður, set laterit granulat í sandinn og dreyfi því ágætlega um sandinn án þess að láta það blandast vatninu mikið.
botnfiskurinn
Posts: 218
Joined: 23 Jan 2009, 09:18
Location: RVK

Post by botnfiskurinn »

takk fyrir svörin! :)
400L Juwel Polypterus+
160L Polypterus uppeldi
Post Reply