Þó að fiskurinn sé flokkaður upp á nýtt þá er ekkert vitlaust að nota nafn sem hefur fylgt honum frá upphafi. Það tekur mörg ár fyrir nýja nafnið að festa rætur og þessir fiskar verða í langan tíma seldir af ræktendum og verslunum undir gamla nafninu og jafnvel báðum nöfnum.
Síkliðan wrote: Betra að hafa hlutina rétta og á hreinu!
Og hvar stendur að þetta sé loka nafnið á þessum fisk ?
Ég er búinn að horfa á of margar hringavitleysur síðan 1977 til að ég nenni að vera að elta nýjustu nöfnin uppi og vona ég að þú komist á það plan fljótlega
Síkliðan wrote:Nandopsis er bara svo fjarri því, amphilophus hefði ég sætt við mig eða Cichlasoma.
hann var nú í Nandopsis áður en hann fór í amphilophus sem hann var í fyrir nokkrum vikum og þar sést að einhverjir snillingar eru búnir að gefa honum allt of oft nafn og exCichlasoma er bara enn ein biðstöðin
og farðu nú að stúdera eitthvað annað heldur en nýjustu tísku í Amerískum fiskaheitum því fatatískan breytist hægar heldur en Amerískar Síkliður
Allgjörlega sammála þessu, maðurinn er að auglýsa eftir fiskum og þráðurinn fer strax úti allgjöra vitleysu, það vita flestir hvaða fiska hann er að leitast eftir. Mér finnst þetta vera alltof mikil smámunasemi!!