Fiskabúrið mitt. Afrikanar og Amerikanar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Jæja þá náði ég Salvini fiskunum upp úr búrinu alls sjö talsins en skildi eitt seði eftir og það var ekki auðveldur leikur :oops: en allt er þetta liður i að uppfylla þema hjá mér en stefnan er að hafa fiska sem eingöngu eru i Amason fljótinu og eru svona frekar friðsamir og svo fannst mér Salvini frekar aggresivir svo það róast i búrinu hjá mér núna enda einu sikliðurnar sem eftir eru fimm Eldmunar sem fara næst :)
Hérna er mynd af Salvini
Image
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Breytti nafninu á þráðinum þar sem gamla nafnið á ekki við lengur og kanski Hlynur færir hann yfir á almennar umræður eða þangað sem hann á við:)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Það verður gaman að fylgjast með þessu.
Þemað: friðsamir kanar.

Áttu eitthvað af salvini eftir?
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Nei þeir fóru strax
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Aðeins i áttina að Amason i dag.

Hlynur seldi mér neon,red eyes og colombian tetras.
Colombian tetras er alveg magnaður hvað hann er fallegur :) og eins með red eyes.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Hér er mynd af colombian tetru
Image
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Þessar upplýsingar fann ég á netinu um colombia tetra

ARTICLE INFORMATION
Author: Paul McFarlane
Title: The Columbian Tetra
Summary: Keeping and breeding this newly available tetra, named in 2001 as Hyphessobrycon columbianus.
Contact for editing purposes:
email: ps.mcfarlane@sympatico.ca
Date first published: March 2003
Publication: Newsletter of the Hamilton and District Aquarium Society
http://www3.sympatico.ca/ps.mcfarlane
Reprinted from Aquarticles:
July/Aug 2003: The Youngstown Aquarist, Youngstown Area Tropical Fish Society

Var nefnd fyrst 2001 samkvæmt þessum upplýsingum :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Hérna er Rauð auga
Image
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Fjandinn, ég get ekki séð myndirnar hjá þér...
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Ok bæti úr þvi :)
Prófa að taka myndir annarstaðarfrá
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Hvernig pluma tetrurnar sig í búrinu hjá þér? þær eru ekkert að hverfa uppí hina fiskana?

Image
Colombian tetra

Image
Red Eye tetra
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

Hvaða fiskar eru algengir í amason ?
One out of three people is mentally ill. Ask two friends how they're doing. If they say they're OK, then you're it
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir stærð amazon.
http://upload.wikimedia.org/wikipedia/c ... Manaus.jpg

Hér eru svo góðar tölulegar upplýsingar um fljótið.
http://en.wikipedia.org/wiki/Amazon_River
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

En svona kannski þeir sem maður kannast við héðan af spjallinu, bara hugmynd... er útá tuni hérna
One out of three people is mentally ill. Ask two friends how they're doing. If they say they're OK, then you're it
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sennilega eru best þekktir hér á spjallinu Piranha og Arowana en auðvitað eru hundruðir ef ekki þúsundir tegundir fiska í fljótinu.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Gudjon wrote:Hvernig pluma tetrurnar sig í búrinu hjá þér? þær eru ekkert að hverfa uppí hina fiskana?

Image
Colombian tetra

Image
Red Eye tetra
Takk Guðjón en þær plumma sig vel og eru ánægðar með lifið þarna i 400 litrunum enda nóg pláss.
Arowanan syndir róleg i kring um tetrurnar og biður bara eftir kjötinu sinu sem hún fær frá mér tvisvar á dag en ef einhver fiskur ógnar tetrunum þá ætti það að vera hún.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Gúggalú wrote:Hvaða fiskar eru algengir í amason ?
Ég prentaði lista af netinu og á honum eru tilgreindir 813 tegundir úr Amason :oops:
Þetta eru karplaxar,sikliður,tetrur,pleggar,kattfiskar,fiskar skyldir arowönuni, hniffiskar og margt margt fleira. :)
Þetta er heill heimur útaf fyrir sig.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Post by Gúggalú »

Ólafur wrote:
Gúggalú wrote:Hvaða fiskar eru algengir í amason ?
Ég prentaði lista af netinu og á honum eru tilgreindir 813 tegundir úr Amason :oops:
Þetta eru karplaxar,sikliður,tetrur,pleggar,kattfiskar,fiskar skyldir arowönuni, hniffiskar og margt margt fleira. :)
Þetta er heill heimur útaf fyrir sig.
Hvernig síklíður ? Einhverjar flottar og rólegar ?
One out of three people is mentally ill. Ask two friends how they're doing. If they say they're OK, then you're it
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Óskarinn kemur t.d. frá Amazon, hann er flottur og "rólegur"
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Gúggalú wrote:
Ólafur wrote:
Gúggalú wrote:Hvaða fiskar eru algengir í amason ?
Ég prentaði lista af netinu og á honum eru tilgreindir 813 tegundir úr Amason :oops:
Þetta eru karplaxar,sikliður,tetrur,pleggar,kattfiskar,fiskar skyldir arowönuni, hniffiskar og margt margt fleira. :)
Þetta er heill heimur útaf fyrir sig.
Hvernig síklíður ? Einhverjar flottar og rólegar ?
Keyhole og Festivum eru nu töluvert rólegri en Oscar. Kjafturinn á skara er ekkert sérlega rólegur 8)
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Jæja þau tiðindi gerðust i gær að Arowanan stóð á blistrinum við að hámaði i sig tetrur svo ég varð að bregðast skjótt við og hringdi i Hlyn sem var ekkert nema elskulegheitin og tekur hana i fóstur fyrir mig i Fiskabúr.is þangað til annað verður ákveðið með hana.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Einar
Posts: 63
Joined: 09 Apr 2007, 01:04

Post by Einar »

Er þetta ekki spurning um að setja frekar tetrurnar í fóstur...? :shock:
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

:D Já þú meinar það.
Nei þetta var bara spurning um tima varðandi Arowönuna og þegar hún kom i 800 litra búrið hjá Hlyni þá sá ég fyrst að 400 litrarnir minir er alltof litið búr handa henni. :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Þá verður stefnan tekin á Stokkhólm á miðvikudaginn og ef einhver veit um flotta gæludýrabúð þar þá endilega hendið adressuni hingað inn :)

Annars er allt með rólegasta móti i búrinu hjá mér og Silverdollarnir hjá mér rifna upp enda solgnir i rækju og blóðorma.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvað á að fara að brasa í Stokkhólmi ?

Aðalbúllan í Stokkhólmi
Mammut Zoo
www.mammutzoo.se/

Svo fann ég bara nöfnin á þessum tveim en þú getur hugsanlega flett þeim upp í símaskrá.
Lagret og Globfisk
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Takk fyrir Hlynur ég kanna þetta :)

Nú er tilraunastarfsemi hafin hjá mér.
Náði mér i littla plastflösku undan gosi og setti fjórar kúfullar teskeiðar af sykri og eitt bréf af bökunargeri ofan i hana,fyllti siðan flöskuna af vatni,boraði gat fyrir slöngu i gegn um tappan og hinn endin fór i fiskabúrið.
Núna er bara að biða og sjá hvort að þetta byrjar að frammleiða co2.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það virkar pottþétt, þú ættir þó að fá þ.ér eitthvað til að halda kolsýrunni sem lengst í sambandi við vatnið, td. þennan marg rómaða Nutrafin stiga sem er hér vinstra megin á myndinni, þettga apparat er hægt að kaupa sér og kostar innan við 2 kall.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Já ok

Setti búnaðin upp i 54 litra búrinu sem betur fer þvi ég held að ég hafi gert eina vitleysu með þvi að bora bara eitt gat á tappan þvi það mydaðist strax yfirþrystingur og efnið dældist úr flöskuni i gegn um slönguna og yfir i búrið en sem betur fer þá eru engin fiskur þar i :oops:
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú hefur þá sett of mikið í flöskuna, það er ágætt að vera með minna í flöskunni eða hafa veikari blöndu. Ef þú gerir tvö göt fer sennilega ekkert af kolsýrunni í fiskabúrið heldur bara út um hitt gatið.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Já einmitt ég setti blönduna yfir i 2 litra flösku og bætti vatni úti.
Er það þannig að slangan sem fer ofan i flöskuna má ekki fara ofan i blönduna? heldur bara rétt ofan i flöskuhálsin?
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Post Reply