Nú hef ég fengið í hendurnar þetta fínasta fiskabúr. 450 lítra með bognu framgleri.
Fékk með því "jebeo professional pump". Veit ekki hvort það sé góð dæla eða hvað. Það eru 4 skúffur (ef mætti kalla) í dælunni. Engir filterar eða neitt, náunginn hefur sennilega hent því þegar hann hætti með búrið.
Spurningin er semsagt hvort þið gætuð sagt mér hvaða filterefni ég þarf að kaupa í dæluna. Á eitthvað að vera í öllum skúffunum? hvað þá? og í hvaða röð? Ég yrði gífurlega þakklátur ef ég fengi gott svar. Er að fara suður á morgum og redda þessu.
Svo er það annað. Það kviknar ekki á ljósinu. Önnur peran er sennilega sprungin þar sem það heyrist "kling" þegar ég velti henni

Gæti það verið möguleiki að það kvikni ekki á ljósinu ef önnur peran er sprungin? Semsagt að það verður að vera í lagi með báðar perunar svo það "verði ljós" ?
Með fyrirfram þökk og von um góð svör
Eymar E