Tunnudæla og ljós

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Tunnudæla og ljós

Post by Fanginn »

Jæja, góða kvöldið fiskafólk.

Nú hef ég fengið í hendurnar þetta fínasta fiskabúr. 450 lítra með bognu framgleri.

Fékk með því "jebeo professional pump". Veit ekki hvort það sé góð dæla eða hvað. Það eru 4 skúffur (ef mætti kalla) í dælunni. Engir filterar eða neitt, náunginn hefur sennilega hent því þegar hann hætti með búrið.

Spurningin er semsagt hvort þið gætuð sagt mér hvaða filterefni ég þarf að kaupa í dæluna. Á eitthvað að vera í öllum skúffunum? hvað þá? og í hvaða röð? Ég yrði gífurlega þakklátur ef ég fengi gott svar. Er að fara suður á morgum og redda þessu.

Svo er það annað. Það kviknar ekki á ljósinu. Önnur peran er sennilega sprungin þar sem það heyrist "kling" þegar ég velti henni :)
Gæti það verið möguleiki að það kvikni ekki á ljósinu ef önnur peran er sprungin? Semsagt að það verður að vera í lagi með báðar perunar svo það "verði ljós" ?

Með fyrirfram þökk og von um góð svör
Eymar E
jæajæa
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég er tunnudæluna mína svona: grófursvampur, fínn svampur og filter bómull, keramic hringir í tveimur fötum
(vatnið flæðir í gegnum mediuna í þessari röð)

Já mjög líklegt að báðar perur þurfi að vera í lagi
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Takk fyrir þetta.

Á ég þá að fylla hólfin af þessum keramik hringjum?

Og svona uppá forvitnina.... hvað gera þessir kermik hringir ? :)

kveðjur
EymarE
jæajæa
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já fylla hólfin, þetta er hýsing fyrir bakteríurnar sem brjóta niður úrganginn sem kemur undan fiskunum, fóðrinu o.s.f.

Getur líka haft eina fötu með keramik hringjum og aðra með bio boltum til að fá smá fjölbreytni, ég var að setja kaldnes 3 í mínar 2 XP3
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Þakka fyrir svörin.

Fór í dýragarðinn í dag og þeir áttu ekkert í þetta fyrir mig. Fann svo reyndar í öllu draslinu einhvern pakka með svona keramik hringjum og svo slatta af bómul.

Vantar svampana. Veit einhver kannski hvar þetta fæst?

En ég er núna kominn með góða hugmynd um það hvernig þetta virkar. Takk kærlega.

kveðjur
EymarE
jæajæa
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ekkert mál ;)

Eigum nokkrar gerðir af svömpum í dýralíf
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply