Er með saltvatn og það eina sem þarf svaka ljós er anemonian ( held þetta sé rétta nafnið annars bara nemo heimilið ) og er að pæla hvað er svona algengasta wattamagnið á coralla. Á eftir að kaupa mér fleiri með tímanum en vill hafa næganlega lýsingu. Er í augnablikinu bara með annað lokið fyrir aftanbúrið. Ættuð að fara að sjá það fljótlega ætla að gera flottan þráð með myndum
Þetta er ekki alveg svo einfalt. T.d. er mjög auðvelt að vera með of mikla lýsingu fyrir suma kóralla sem er fín fyrir aðra, og svo öfugt. Watt per líter gengur ekki upp heldur útaf því að það eru til svo margar tegundir af lýsingu, t.d. t8, t5, metal halide, power compact, led osfrv. T.d. Myndu t8 aldrei duga fyrir neina ljóselskandi kóralla, sama hvað maður myndi troða mörgum perum fyrir ofan búrið. Einnig fer þetta mikið eftir peruvali.
Þú verður að vera aðeins búinn að gera þér hugmynd um hvaða kóralla þú vilt vera með áður en þú spyrð út í lýsingu. Eða bara taka stökkið og kaupa einhverja lýsingu, t.d. t5 og haga svo bara kórallavali eftir því.
mjög lítið eða 54lítra. Er bara með 2 trúða þarna og svo grjót. Búinn að skoða aðeins og metal halide er ég að spá í að fá mér. Þarf bra helst að vera með allt á hreinu þar sem ég mun kaupa þetta úti.
LEDs eru líka snilld - hár startkostnaður en þá geturðu verið með allt í búrinu (hægt að dimma þau) og þarft ekki að skipta um perur nema á 5-10 ára fresti.
LED eru mjög heillandi en bara veit ekki hvar ég kaupi almennilegar díóður. Eina búðin sem ég veit um sem selur díóður er íhlutir. Þar er þetta ekki hátt minnni um 200kr stykkið. En spurning hvort það sé góð birta frá þeim
hvað eru þetta mörg volt? Er með spennubreyti sem er 15v - 5a jafnstraumur sem væri 75w. Ef þetta gengur þá er það 25 sem ég myndi hafa. Og með þetta cool og royal ertu ekki aðalega að pæla í 5000-10000k þar sem það eru til fleiri fyrirtæki með þetta en ekki endilage nafnið cool white.
rabbi1991 wrote:hvað eru þetta mörg volt? Er með spennubreyti sem er 15v - 5a jafnstraumur sem væri 75w. Ef þetta gengur þá er það 25 sem ég myndi hafa. Og með þetta cool og royal ertu ekki aðalega að pæla í 5000-10000k þar sem það eru til fleiri fyrirtæki með þetta en ekki endilage nafnið cool white.
Cool white eru uþb 6500k og svo eru bláu uþb 20.000k. Ef maður blandar þeim 50/50 þá fær maður ca 12.000k lýsingu.
Hver díóða er um 3.6 volt. Þegar maður er með 3w díóður þá verður maður að vera með einhverskonar driver, t.d. buckpuck, meanwell eða einhvern annan constant current driver. Viðnám duga ekki.
Ég á reyndar drivera sem höndla 13 díóður hvor sem ég gæti selt þér á uþb 10þús/stk. Svo gætirðu keypt díóðurnar t.d. á ledsupply.com.