ég atla að smiða þetta búr úr áli og mála með epoksi að innann þá meina éd botninn bak og hliðar úr áli er nefnilega með einn vin sem vinnur í vélsmiðju og málin eru290\80\80 og þetta er plássið sem ég hef 3000 centimetrar ámilli
en þetta verkefni verður gert hægt og mun pósta öllum framhvæmdum á ferllinu smá saman það veerður gamann að sjá hvernin tekst til.
og búnn að snúa sófanum við og borði til að sita og dáðst að dírðini á eftir að fjarlaæga hillulr
Last edited by Jetski on 26 Dec 2009, 23:49, edited 1 time in total.
Hvað verður álið þykkt. Þar sem ál er ekki besti styrkarmálmurinn. Járnið er betra þar en já álið er léttara og mun koma slatti álag á vegginn ef það er ál en það er kanski betra með ál þar sem það er léttara. Hvernig er efnið í veggnum? Ef það er gifs gæti verið öruggara að hafa járn þar sem burðargeta í gifsi er svaðalega lítil. En ein önnur spurning. Ekki verður álið bert í vatnið þar sem það getur leyst upp og orðið bannvænt fiskunum.
það verður sennilega 5mm með stirtarbitum að aftan og undirstaðan verður úr 3mm prófilstáli
og það verður ameriku sikliður í þessu kem til að vera með 2 fluval fx5 til að birja sjá svo til eða smiða stóran sump
Já, bara smíða sump sem fyllir plássið undir búrinu eða svo gott sem. Muna að gera ráð fyrir pípulögnum og því öllu. 500l sumpur væri ekkert óeðlilegur. Þarf auðvitað ekkert að vera pakkaður af filterum og dóti, en það væri snilld að nota hann sem aðlögunarbúr eða fyrir minni fiska.
Ætlar þú að setja þetta ofan á parketið ?
eða tekur þú parketið frá þar sem búrið kemur ?
Ertu nokkuð með bað eða þvottahús þarna á bakvið ?
væri snilld ef hægt væri að koma vatni og frárennsli á svæðið
eins og sumir suðurnesjamenn hafa gert
Ég held að taka parketið frá (nema að þetta sé massíftparket) sé ágætis hugmynd , þar sem búrið kemur ef það er hægt. Þetta er það þungt að það er betra að hafa 100 % stöðuga undirstöðu. Plús að það er alltaf smá hreyfing á parketi. Better safe than sorry
Klárlega að taka parketið í kringum lappirnar, smámsaman pressa lappirnar parketið niður og myndar hreyfingu á málminum, er með 6 lítil 2X2cm för í parketinu í stofunni hjá mér eftir mitt 600L búrið mitt
Ef þetta er fljótandi parket og þú festir það niður með 2 tonnum í einu horninu þá er alltaf möguleiki á að það fari að spenna sig upp eða slíta sig í sundur einhve staðar. En ef ég á að segja eins og er þá myndi ég bara láta það vera þarna undir. Ef það koma upp einhver vandamál er alltaf hægt að redda þeim eftir á