Ég hafði hugsað annaðhvort einhverja barba eða tetrur, jafnvel gúrama.
Ég er ekki með mikið pláss í bili en ég er með 100L búr sem hrygningarbúr og 160L búr sem seiðabúr, því verður líklega skipt í 2-4 hluta.
Helst hefði ég vilja rækta eitthvað meira krefjandi en þessa hversdagslegu gotfiska, en reyndar er ég búinn að sjá mjög flotta wild caught sverðdraga í dýraríkinu og fallega sverðdraga hjá tjörva "KOI" afbrigði kallast það og mér finnst hvort tveggja mjög freistandi.
Mig vantar tips á hvað ég ætti að fjölga, helst ekki einhverja plegga eða corydoras.
Hér eru tegundir sem ég hafði í huga, hver væri vænsti kosturinn?
Cherry Barb (Puntius titteya)
Congo Tetra (Phenacogrammus interruptus)
Ember Tetra (Hyphessobrycon amandae)
Rummy Nose Tetra (Hemigrammus rhodostomus)
Blue Dwarf Gourami (Colisa lalia)
Honey Gourami (Trichogaster chuna)
Spotted Blue eye rainbow (Pseudomugil gertrudae)
Hver af þessum væri góður kostur?
