Jæja, hvað er fólk að gera oft vatnsskipti í hverju búri fyrir sig og hversu mikið í einu? Einnig má alveg koma fram hvernig dælubúnaður er í búrunum.
Hjá mér:
400L:
Geri vatnsskipti yfirleitt einu sinni í viku (um helgar) en þegar ég nenni skipti ég stundum í miðri viku líka, skipti yfirleitt um 50%-70%, dælubúnaðurinn í búrinu er Rena XP3 (sem ég stefni á að skipta út fyrir XP4 eftir tæplega ár), og innbyggða Juwel dælan.
Stundum reyndar kemur fyrir að vatnsskipti gleymast eina og eina helgi í prófalestri.
100L:
Geri sjaldan stór vatnsskipti í þessu búri, svona 70% einu sinni í mánuði, en ég sýg allan mat sem sekkur niður annan hvorn dag, rækjur og stuff, með slöngu til að ég skipti "í leiðinni" um kannski 20-30%. Í búrinu er aumingjaleg Rena Filstar 1V, en stefni um Eheim Aquaball þegar maður tímir því.
Þetta hefur hvort tveggja reynst mér mjög vel og hef ekki fengið upp sjúkdóma af neinu tagi síðan ég byrjaði þetta "program" fyrir rúmu hálfu ári.
Hversu oft gerið þið vatnsskipti?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Hversu oft gerið þið vatnsskipti?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
- Bambusrækjan
- Posts: 443
- Joined: 06 Apr 2009, 23:52
- Location: Reykjavík
Ég geri frekar stór vatnsskipti 50 - 70 % í búrum sem eru aðeins "ofstockuð" einu sinni í viku. Búr sem er í jafnvægi hjá mér eins og t.d 125 L búr með Rena xp1 dælu , sem er með frekar fáa fiska , geri ég vatnskipti svona hálfsmánaðarlega ca 50 %. Ég las einhversstaðar að það gerir frekar lítið gagn að gera 20% og minni vatnsskipti, þar sem það hefur sáralítil áhrif á nitratið.
í 125L búrinu (aqua ball dæla) , 60L búrinu (lítil eheim dæla) og í ræktunar búrunum (aqua ball dælur), þá geri ég 50-70% skipti, vikulega.
í 240L búrinu ( orginal juwel) geri ég 75% skipti, kannski á 2ja vikna fresti.
Misjafnt með 400L búrin (xp3 og orginal juwel), en reyni að láta ekki meira en tvær vikur líða á milli, þá geri ég 70-80% skipti þar.
í 240L búrinu ( orginal juwel) geri ég 75% skipti, kannski á 2ja vikna fresti.
Misjafnt með 400L búrin (xp3 og orginal juwel), en reyni að láta ekki meira en tvær vikur líða á milli, þá geri ég 70-80% skipti þar.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
- Agnes Helga
- Posts: 1580
- Joined: 18 Nov 2006, 14:05