Smá tunnudæluvesen... eða hvað...

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Smá tunnudæluvesen... eða hvað...

Post by Fanginn »

jæja drengir. maður er alltaf í vandræðum ;)

Þannig standa málin hjá mér núna að ég var að prófa tunnudæluna. án þess að vera með svampana reyndar. ætlaði bara rétt á gá hvort hún virkaði.

Ég semsagt prófaði að fylla hana af vatni og saug svo þrýsting í "in" slönguna og setti hana svo á stútinn. Allt gekk þetta vel og setti ég hana svo í gang. Afskaplega hljóðleg og vonandi góð dæla og enginn leki að mér sjáanlegu.... í fyrstu.

Svo tók ég eftir því að það lak smávegis útum gatið þar sem RAFMAGNSSTNÚRAN kemur útur dælunni. hvergi annars staðar. Ég slökkti þá strax á henni og allt í biðstöðu núna.

Fann hvergi í "leitinni" þar sem talað er um leka útur rafmagnssnúrugatinu, langaði að spurja ykkur hvort þið vitið hvað það eigi að þýða?

Er það þessi o-hringur, eða eitthvað alvarlegra??

kveðjur
EymarE
jæajæa
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Sumar tunnudælur eiga til að leka með rafmagnsnúrunni ef o-hringirnir í inn- og úttaksstútunum eru ónýtir eða stútarnir ná ekki að smella alveg í dæluhausinn.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Myndir af dælunni

Image

Image

Image

Image
jæajæa
ÆME
Posts: 34
Joined: 16 Dec 2008, 15:07
Location: Grafarvogur

Post by ÆME »

Sæll

veit nú ekki alveg hvaðan lekinn gæti komið. Vildi bara spyrja hvort að þú værir með spennubreytir fyrir dæluna, þar sem hún er greinileg gerð fyrir amerískt dreyfikerfi (120v 60hz)....
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

gæti verið að takkinn sem að maður ýtir á til að pumpa vatni inn í dæluna leki það er semsamgt O-hringur þar inní sem að lekur eða eitthvað, gerðist fyrir mína að það byrjaði að leka og eg tók hana í sundar hjá hausnum og smurði vasalín fyrir dælur á O-hringin þarna innaní og þá hætti hún að leka :)

Hérna er góð síða sem að sínir hvernig á að taka hausinn í sundur til að komast að O-hringnum þetta er reyndar eheim 2028 á síðunni en þetta ætti að vera sviðað.

http://www.njagc.net/articles/eheim_oring.htm
Post Reply