Þessi þráður er til að kynna mig og mína, mín búr og minn vanda.
Ég hóf fiskahald aftur eftir nokkra ára hvíld fyrir um 1-1,5mánuðum síðan og þetta hefur orðið ansi stórt áhugamál mjög hratt. Sem ég mátti svosem búast við þar sem ég er forvitnari en mælanlegt er og kalla að horfa á Discovery og Natural Geographic skemmtun
Ég byrjaði þetta með því að fá mér lítið 10L búr til að fá mér svona smá hobby, og fékk mér lítinn humar(Crawdad eða Procambarus fallax). Með því var ég hooked, fannst þetta mjög áhugavert og eyddi ágætis tíma eftir hvern vinnudag í að mata og fylgjast með þessum eina humar. En það var ekki nóg, ég vildi meira, stærra og flottara.
Þá fékk ég mér 40L búr og 5 Piranha(RBP eða Pygocentrus Nattereri), alla um 1" á lengd. Í stað þess að fá mér svona segulsköfu til að hreinsa glerið, tók ég áhættuna að nota nokkra brúsknef(Ankistur held ég) með alætunum. Sem virkaði meistaralega, eru enn saman í búr, 90 dögum seinna.
Nú var komið sú staða að ég var ekki lengur byrjandi í þessu áhugamáli, búinn að grandskoða allar upplýsingar um fiskana, búrin, NO ferlin og allt þar á milli. Sem kom mér á það að vilja rækta fæðisfiska, þ.e.a.s. fiska sem fjölguðu sér fljótt og oft, voru meðal matsmiklir og ekki óhollir fyrir alæturnar(eins og sumir gullfiskar eru). Þá átti ég leið niður í Fiskabúr.is og spurði hvað þetta 10L "barna"búr með innb. dælu kostaði sem var uppá rekkunum.
Svarið sem ég fékk var mjög viðeigandi: "Ertu ekki aðeins of gamall fyrir svona búr?".
Sem var nú alveg satt, en eftir að hafa útskýrt hvernig búr og fiska staðan mín væri og hverjar mínar áætlanir voru, þá var mér boðið að versla gamalt notað 40L búr fyrir slikk. Sem og ég gerði, ásamt 4 Platty og 10 Neon Tetra fiska. Þar var ég kominn með fjölbreytta fæðu fyrir alæturnar, próteinrík sökkpelletur og 2 tegundir af fæðufiskum.
Nú voru búrin orðin þrjú, 10L+40L+40L.
Setti humrana í fæðubúrið(búinn að fá mér 3 til viðbótar), breytti 10L búrinu í hálfgert nursery búr og hélt þarmeð að ég væri orðinn góður í nokkra mánuði.
Enn neibb, þetta dugaði ekki til, ég vildi fá mér stórt 300L búr, þar sem að alæturnar myndu á endanum þurfa svo stórt búr, þá ákvað ég að kaupa 300L búr strax, í stað að hoppa upp í 80L, 120L, 160L... þ.e.a.s. búr sem myndi duga fiskunum í mánuð eða tvo í senn.
Eftir að hafa skoðað það sem var í boði í fiskabúðunum sem ég vissi um(Fiskabúr.is, Fiskó, Dýraríkið...) þá var bara Fiskabúr.is með svart Juwel RIO 300, og það var þeirra síðasta stk líka. Ég náttúrulega skellti mér á það og byrjaði strax á að setja það upp og gera tilbúið fyrir alæturnar mínar.
Til að reyna "kickstart"a cylcinu á stóra búrinu fékk ég mér 5stk af blindum hellafiskum, þar sem þeir eru alltaf á iði, eru harðgerðir fiskar og menga ansi vel með úrgangi og matarleyfum. Einnig setti ég Tetra Balance í vatnið og sand úr elsta búrinu.
Þá kemur að mínum "vanda", ef það mætti kalla.
Í gær setti ég mína fimm piranha í stóra búrið, þar sem að rykið frá þessum 50KG af sandi var búið að sjatna og allt orðið fínt og flott.
Ég skildi blindu hellafiskana eftir í búrinu sem annað hvort tankmates eða mat. Þeir eru svo snöggir og óútreiknanlegir að ég bjóst við að alæturnar léti þá í friði eða gæfust upp á að reyna ná þeim.
Ég ætlaði að spyrjast ráða hvort blindu hellafiskanir gætu verið í 40L búri til frambúðar, en rétt í þessu sem ég er að ljúka þessum þræði, þá heyri ég bank í glerið við hliðiná mér, það var einn af blindu fiskunum að rota sig. Piranafiskanir létu ekki þetta tækifæri sleppa, einn greip hann og synti um allt með þann blinda óétinn og hinir eltu. Eftir að hann var loks étinn var hópurinn svo æstur(frenzy?) að þeir náðu tveimur öðrum á sprettinum og átu. Núna eru 2 blindir eftir, 5 mjög saddir píranha fiskar og um 6 brúsknefir eftir í búrinu. Ég var nýbúinn að gefa þeim að éta og það var smá óétinn matur eftir þegar þetta gerðist.
Ég vona að ykkur hafi fundið þessi lesning áhugaverð(ég veit að þetta er langt).
Ég mun henda inn myndum á næstunni af búrunum mínum, þ.e.a.s. um leið og ég næ góðum myndum
Búrfjöldi á mettíma. *Myndir af búrum komnar*
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Villimaður
- Posts: 38
- Joined: 15 May 2007, 22:42
Búrfjöldi á mettíma. *Myndir af búrum komnar*
Last edited by Villimaður on 29 May 2007, 00:26, edited 1 time in total.
- Villimaður
- Posts: 38
- Joined: 15 May 2007, 22:42
Og til að bæta smá við þetta... þá datt ég í djúpa endann núna... fjárfesti í 440L sem mér var boðið á góðu verði
Það var hreinn sársauki að burðast með það uppá 5tu hæð
Ætli ég þurfi ekki að fara og leita að myndavélinni, svo að ég geti sýnt mitt búrasafn og íbúa þeirra...
Það var hreinn sársauki að burðast með það uppá 5tu hæð
Ætli ég þurfi ekki að fara og leita að myndavélinni, svo að ég geti sýnt mitt búrasafn og íbúa þeirra...
40L Sunglow búr.
1 Óþekktur humar, ca 3cm.
25L Plexy Nanó búr.
1 Procambarus Fallax, ca 10cm.
1 Óþekktur humar, ca 3cm.
25L Plexy Nanó búr.
1 Procambarus Fallax, ca 10cm.
- Villimaður
- Posts: 38
- Joined: 15 May 2007, 22:42
Hérna er 40L Feeder/Eel búrið mitt. Europian eel, Convicts(2), Ancistrus(1 sp?), Platty(2) og P. Fallax humar.
Og 40L humarbúrið með convict pari og nokkrum sniglum. Sem eru ekki að gera það sem þeir eiga að gera, nokkuð af grænum blettum.
Hérna eru litlu búrin saman.
Og hérna eru stóru búrin, 300L til vinstri og 440L til hægri. 440L verður að Amerísku Síkiliðu búri, með auka oddballs. Þarf bara klára að þrífa, græja tunnudælu og skola 65kg-70kg af sandi :S
ATH: Ég er algjör klaufi og óviti þegar kemur að myndavélum, svo að sumar myndir eru ekki 100% í focus og mismikið ljósmagn, síðan hafa þessar myndir verið minkaðar niður í 25-30 af upprunalegri stærð.
Og 40L humarbúrið með convict pari og nokkrum sniglum. Sem eru ekki að gera það sem þeir eiga að gera, nokkuð af grænum blettum.
Hérna eru litlu búrin saman.
Og hérna eru stóru búrin, 300L til vinstri og 440L til hægri. 440L verður að Amerísku Síkiliðu búri, með auka oddballs. Þarf bara klára að þrífa, græja tunnudælu og skola 65kg-70kg af sandi :S
ATH: Ég er algjör klaufi og óviti þegar kemur að myndavélum, svo að sumar myndir eru ekki 100% í focus og mismikið ljósmagn, síðan hafa þessar myndir verið minkaðar niður í 25-30 af upprunalegri stærð.
40L Sunglow búr.
1 Óþekktur humar, ca 3cm.
25L Plexy Nanó búr.
1 Procambarus Fallax, ca 10cm.
1 Óþekktur humar, ca 3cm.
25L Plexy Nanó búr.
1 Procambarus Fallax, ca 10cm.