Netaveiðar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Netaveiðar

Post by Bambusrækjan »

Ég skrifa þetta eftir að vera búinn að reyna að veiða stóra SAE úr 400L búri. Þetta reyndist mér frekar erfit. Þannig að ég fór að velta fyrir mér hvaða fiskitegund er erfiðust að neta.

Ég set stóra SAE sem þá tegund sem mér hefur reynst erfiðust að háfa.
En ég set bardagafisk sem auðveldustu tegundin að háfa í net :P

Þannig að .

Erfiðust að veiða: Stór SAE.

Auðveldust að veiða : Bardagafiskar.
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Ég gafst upp um daginn að veiða corydoras og ancistrur úr búrinu mínu.
Hinsvegar var soldill partur af því að ég nennti ómögulega að skemma uppröðunina í búrinu.
Ég reddaði því með kókflöskugildru sem gekk bara glimrandi vel.

Auðveldasti fiskurinn sem ég er með núna er sennilega svartur skalli sem kemur alltaf nánast hálfur uppúr þegar maður stendur við búrið.
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Íslenskur áll getur verið ansi sleipur og endar oft á gólfinu eftir langan eltingaleik með háfinn.
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

stebbi wrote:Ég gafst upp um daginn að veiða corydoras og ancistrur úr búrinu mínu.
Hinsvegar var soldill partur af því að ég nennti ómögulega að skemma uppröðunina í búrinu.
Ég reddaði því með kókflöskugildru sem gekk bara glimrandi vel.

Auðveldasti fiskurinn sem ég er með núna er sennilega svartur skalli sem kemur alltaf nánast hálfur uppúr þegar maður stendur við búrið.
Ég er með smá trikk að veiða ancistrur. Ég rek þær inn í rör eða plast helli. Þar festa þær sig í miklu stressi og auðvelt að taka rörið eða plast hellinn upp úr.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Erfiðast væri líklegast Leporinus arcus, alveg hrikalega snöggir fiskar :S svo ef þeir hræðast of mikið þá stökkva þeir bara upp úr búrinu, einn hjá okkur stökk alveg hátt í 2 metra (til hliðar) og lenti á gólfinu :S en hann náðist upp :)

Léttast væri líklegast gullbarbarnir, þeir eru svo gráðugir að það er nóg að setja mat inn í háfinn og þeir synda bara inn í hann :P, allavega var það þannig með þá hjá mér veit ekki hvernig þetta er með nýju gullbarbana :). En þeir voru einu sinni 5 saman inn í háfinum í einu :P
200L Green terror búr
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

ég veit ekki hver er auðveldastur en mér fannst ekki gaman að veiða kuhli álana
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ýmsar tetrur hafa reynst mér erfiðar, t.d neon, cardinalar og black tetrur.
En sá erfiðasti held ég að sé botia lohachata, hef þurft að snúa við búri nokkrum sinnum til að ná þeim, ótrúlega snöggar og góðar að fela sig.

Léttast hingað til, hefur verið bardagafiskar, kribbar, skallar, discus og fl.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Convict ungfiskar, tæplega 5cm geta gert manni lífið leitt í 400L búri. Annars hefur mér fundist auðveldast að veiða ankistrurnar (???). Þetta eru gæfustu ankistrur sem að ég hef nokkurn tíman séð, ljúfustu grey. :roll:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Skötur geta verið ansi trikkí. Það er auðvelt að ná þeim, en það er umtalsvert vesen að passa sig á eiturgaddinum og passa að hann festist ekki í netinu. Og ef hann festist þá þarf maður að klippa netið og/eða gaddinn.

Stórir fiskar eru líka ágætis challenge, maður verður allavega vel votur af því að veiða þá.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég hef nokkrum sinnum verið nálægt því að missa vitið við að fiska upp SAE, sérstaklega ef maður er að reyna að ná þeim á meðan eitthvað drasl er enn í búrinu.
Post Reply