Voffinn minn hann Kolur

Hér er fjallað um öll dýr önnur en fiska

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Voffinn minn hann Kolur

Post by Gudmundur »

Konan kom heim með hvolp sem reyndar var búið að ræða þannig að það kom mér svo sem ekki á óvart
en málið er að ég hef aldrei átt hund og nú þarf að kenna Koli að pissa og skíta ekki á gólfið :shock:
hvaða aðferð hefur verið að gefast best hjá ykkur hundafólki ?

hér er litla greyið nýkomið
Image
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Fallegur hvolpur. Er þetta hreinræktaður hundur eða blendinur, ég sé allavega eitthvað border collie í honum. :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Þegar ég var að húsvenja mína stráka þá fór ég með þá út ansi oft á dag, eða yfirleitt á 1-2 tíma fresti og eftir svefn, leik og matartíma. Ásamt því að ég las úr hreyfingum og líkamstilburðum þegar þeim var mál svo að labradorinn minn varð húshreinn á mjög stuttum tíma. Síðan er eitt, þótt hann geri inni á ekki að dýfa nefinu í pollinn, það ýtir undir þá hegðun að hann fari að éta skítinn úr sjálfum sér.. Frekar að segja nei, grípa hann og setja út og láta klára þar. Síðan auðvitað að hrósa vel og gefa jafnvel nammi þegar hann gerir úti og lætur vita hann þarf að pissa/kúka ásamt því að nota alveg sykursæta rödd :D

Er hann ekki íslenskur border collie blanda? Mer sýnist það, ekkert smá sætur voffi :D Til hamingju með hann

Annars eru ansi góð ráð á leitinni á www.hundaspjall.is
Last edited by Agnes Helga on 02 Jan 2010, 19:15, edited 1 time in total.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

fara strax út með hann þegar þið vaknið á morgnana, þeir geta nánast ekkert haldið í sér svona ungir.
Fara svo alltaf út að pissa/kúka eftir mat, svefn & leik.
Betra að klósettferðirnar séu aðskildar öðrum útiferðum, s.s. ekki leika við hvolpinn þegar hann á að fara að pissa, bara beint út, standa kyrr með hann í taum og ekki tala við hann.
Svo bara hrósa eins og vitlaus maður þegar hann er búinn að pissa eða kúka.

Það er samt alveg hægt að búast við slysum næstu vikurnar og jafnvel mánuði og ekkert við því að gera nema vakta hundinn vel og hlaupa með hann út þegar hann er að setja sig í stellingar.

Við byrjuðum reyndar á að venja okkar á kassa því Inga gat ekki verið að hlaupa með hann út daginn út og inn með ungabarnið á arminum þegar ég er í vinnunni og það tók rúman mánuð að fá hana til að fara að pissa og kúka bara í kassann.

Mæli með að venja hann á búr á nóttinni, kemst strax góð regla á þá og þeir eru ekki gangandi lausir í íbúðinni, mígandi og skítandi.
Mér var sagt að hvolparnir mígi og skíti síður ef þeir eru í búri yfir nótt.
Slysin eru nánast alveg úr sögunni í búrið en við pössum að gefa henni ekki að borða eftir kl 18-19 á kvöldin
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Hundabúr flýtir fyrir. Láta hann sofa í hundabúri meðan hann er hvolpur , þá lærir hann fyrr að halda í sér + að fljótlega verður búrið uppáhaldsstaðurinn hans ef hann er vanin snemma við það. Og það auðveldar manni lífið helling ,sérstaklega fyrstu mánuðina. Og aldrei skamma hann fyrir að gera þarfir sínar inni , nema að þú standir hann að verki .. þá hefur maður ca 3 sek :). Og að lokum að hafa skammir í hófi , alls ekki gera hundinn hræddan við þig. Reyndar þola hundar mismikinn aga t.d þolir sheffer talsvert meiri aga en cavalier, allt spurning um að læra á hundinn.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

mamman hans er border collie og þau sögðu að pabbinn væri það líka en ég hef ekki séð hann
hann er með skottið svona upprúllað mestan tímann svona eins og íslenskir

ef við tökum hunda eins og við tökum fiska þá er ekki til hreinræktaðir hundar þar sem eru ekki til í náttúrunni en hvort þetta sé þá hreinræktaður blendingur veit ég ekki :lol:

ég þakka svör
hann einmitt kúkaði vel stuttu eftir matinn og auðvitað á gólfið án þess að ég tæki eftir því en eldri krakkarnir mínir voru einmittað segja mér að fara með hann út eftir matinn ( en of seint )

þannig að ég má gera ráð fyrir kúkalykt næsta mánuðinn
á meðan ég stíg ekki í þetta hlítur það að vera í lagi
ætti að vera vanur þrifum 4 barna faðir :lol:
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hef lesið að ef maður sér að hvolpurinn sé að fara að pissa eða kúka inni,
þá á að taka hann strax upp og setja hann út, því að hvolpurinn vill síst af öllu,
pissa eða kúka á eigandan og hann myndi halda í sér á meðan verið er að bera hann út.
veit samt ekki hve mikið það er til í þessu.

Voðalega sætur.

Giska á BC og íslenskur, allvega ekki hreinræktaður BC.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

þetta er pottþétt hundur því ég hef átt kött og þetta er ekkert líkt honum :lol:

hversu lengi eftir mat á að taka hann út
stoppar maturinn ekkert hjá þessum kvikindum fer hann bara beint í gegn eins og hjá gullfisk ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Fyrstu vikurnar þá er þetta eiginlega eins hjá gullfiskum :P . Veit ekki alveg hvað tekur þá lengi að melta matinn , heyrði 6 tíma einhverntíman. En um leið og þeir eru búinir að drekka þurfa þeir oft rosalega mikið að pissa.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

hann er voða sætur!

hann þarf að fara út að pissa UM LEIÐ og hann vaknar á morgnana...vertu kominn í skóna áður en þú opnar búrið hans og helst að halda á honum út til að hann pissi ekki á leiðinni..
svo þegar hann kemur inn og búinn að gera þarftir sínar, þá gefuru honum að borða og hann þarf aftur að kúka sirka 20 mín eftir matinn :)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Inga Þóran wrote:hann er voða sætur!

hann þarf að fara út að pissa UM LEIÐ og hann vaknar á morgnana...vertu kominn í skóna áður en þú opnar búrið hans og helst að halda á honum út til að hann pissi ekki á leiðinni..
svo þegar hann kemur inn og búinn að gera þarftir sínar, þá gefuru honum að borða og hann þarf aftur að kúka sirka 20 mín eftir matinn :)
Vill bara skjóta þessu inn.
Til hamingju með afmælið um daginn Inga. :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

Síkliðan wrote:
Inga Þóran wrote:hann er voða sætur!

hann þarf að fara út að pissa UM LEIÐ og hann vaknar á morgnana...vertu kominn í skóna áður en þú opnar búrið hans og helst að halda á honum út til að hann pissi ekki á leiðinni..
svo þegar hann kemur inn og búinn að gera þarftir sínar, þá gefuru honum að borða og hann þarf aftur að kúka sirka 20 mín eftir matinn :)
Vill bara skjóta þessu inn.
Til hamingju með afmælið um daginn Inga. :)
takk ljúfur :)
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Til hamingju með hvuttann! ossa sætur!
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

búin að hitta hann Kol, algjör dúlla!
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
hakri
Posts: 57
Joined: 23 Oct 2009, 13:31

Post by hakri »

gæti komið að gagni
http://www.hvuttar.net/?h=13728 8)
Hanna,Kristjana,páfagaukaur og fiskar
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Jæja Kolur stækkar og er ágætlega duglegur að gera allt sem gera þarf úti
en ef það er rigning reynir hann gera ýmislegt í laumi innandyra
og er því stundum kallaður KK eða Kolur Kúkalabbi

Image
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Salvini
Posts: 102
Joined: 18 Feb 2010, 04:02
Location: Vestfirðir

Post by Salvini »

Myndarlegur strákur sem þið eigið, til hamingju með hvutta.
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Gaman að heyra að það gengur vel með kallinn.
User avatar
RagnarW
Posts: 19
Joined: 01 Feb 2010, 19:05
Location: Kópavogur

Post by RagnarW »

Ekkert smá fallegur hvolpur, til hamingju með hann.
Fiskabúr:
AqualEl 170L - Smáfiskar
Nanó 25L - Ónotað
He who laughs last didn't get it.
Post Reply