Spurningaflóðinu lýkur aldrei!

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Spurningaflóðinu lýkur aldrei!

Post by Birkir »

1. Synda þeir meira á "opnum" svæðum en Afríkanarnir
2. Blandast þeir með einhverjum Afríkönum, þ.e.a.s. geta einhverjir Afríkanar dafnað vel í Ameríkubúri?
3. Er hægt að hafa hlutfallslega færri fiska frá Ameríku en Afríku í búri af sömu stærð?
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Re: Spurningaflóðinu lýkur aldrei!

Post by Hrappur »

Birkir wrote:1. Synda þeir meira á "opnum" svæðum en Afríkanarnir

einföld spurning og hægt að koma með flókið svar en ég segi bara já.

2. Blandast þeir með einhverjum Afríkönum, þ.e.a.s. geta einhverjir Afríkanar dafnað vel í Ameríkubúri?

já já td. kribbar eða jewel ogfl. henta í amerískt búr en ég myndi ekki setja 2 kana í búr með 15 afríkum af svipaðri stærð , yrðu fljótt tættir en það fer svosem eftir tegundum .

3. Er hægt að hafa hlutfallslega færri fiska frá Ameríku en Afríku í búri af sömu stærð?

stórar amerískar síkliður verða STÓRAR 25-60 cm og eru margar hverjar geggjaðar í skapinu . . . þú treður td. ekki mörgum óskar í 390 ltr búr 2 er ágæt tala . . . og þá miða ég við fullvaxna fiska. 35 cm... en gætir verði með nokkur firemouth pör eða farið í dvergsíkliðurnar amerísku og þá er hægt að setja slatta. .
segðu mér birkir nú ertu búinn að vera að þvælast í búðirnar og skoða er ekki eitthvað sem heillar meira en annað ? ?

ég mæli með því að þú finnir þér fiska sem þig langar í og föndrir svo í kringum þá bæði uppsetningu á búri og búrfélaga... það er td. mjög gott að byrja á auðveldari fiskum einsog kribbum-firemouth og jafnvel convikt. allt frábærir fiskar sem hrygna auðveldlega og er stórskemmtilegt að fylgjast með þeim.

hvernig fiska ertu aftur með núna ? ? eða hefur verið með ?
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Takk fyrir þetta Nebbi. Þú nennir alltaf að hjálpa.

Það er von að þú spurjir, ég er búinn að vera svo lengi að byrja á þessu búri.
Málið er að ég er að bíða eftir nýju búri í flugu. Fæ það um miðjan nóv eða í lok þess mánaðar.
Ég hugsa að ég skelli mér á Rena dælu því að ég er ánægður með þróunina í Dýralandi hjá Kringlunni, Dýraríkið er orðið feyki dýrt og ég hef áður verið með Eheim og kannski bara gaman að breyta til.
Ég er þessa dagana heitastur fyrir ameríku og Malawi utaka síkliðum, en eins og ég segi þá veit ég ekki hvort það gangi. en ég ætla að kanna það.

ég er ekki með fiska í augnablikinu því ég fluttist búferlum og startaði þessu aldrei almennilega upp á nýtt.

Síðast var ég með tvö búr í gangi. eitt 100l með blöndu af tropical fiskum og annað 220l sem var með áherslu á gúrama og skala.

einhver sagði mér að convict gætu verið ansi böggandi, þ.e.a.s. með læti út í aðra fiska og fyrirferðamiklir miðað við hvað þeir séu smáir. það er kannski míta. sé þá samt alveg fyrir mér nartandi í slörið á einhverjum pollrólegum tropical fiskum :P
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Eru einhverjar sérstakar Ameríkusikliður sem heilla þig meira en aðrar ?

Malawi Utaka fiskarnir eru gríðarlega fallegir og skemmtilegir fiskar. Ég er á því að í tæplega 400 l búri sé vel hægt að hafa nokkra Ameríkana með Malawi fiskum ef vel er vandað valið, ég var með Óskara með Malawi mbuna sikliðum og það gékk fínt. Ég mundi samt reyna að komast hjá því að hafa þessa fiska saman. :?

Convict er gríðarlega skemmtilegur og vanmetinn fiskur og vel hægt að hafa þá með hvaða sikliðum sem er ef ekki er haft par af þeim, stakir convict eða nokkrir af sama kyni eru yfirleitt fremur friðsamir á aðra fiska og mjög skemmtilegir búrfiskar.
Hólmfríður
Posts: 138
Joined: 19 Sep 2006, 02:49

Post by Hólmfríður »

ég er einmit með hvít convict seiði fyrir þig ef að þú vilt ...allveg gefins =)...sjá þráðinn Hvítt convict par :D
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Vargur wrote: Convict er gríðarlega skemmtilegur og vanmetinn fiskur og vel hægt að hafa þá með hvaða sikliðum sem er ef ekki er haft par af þeim, stakir convict eða nokkrir af sama kyni eru yfirleitt fremur friðsamir á aðra fiska og mjög skemmtilegir búrfiskar.
og hrygnandi convikt með þeim grimmari sem hægt er að finna ;) einsgott að þeir eru ekki stærri en þeir eru ..
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Birkir wrote:Takk fyrir þetta Nebbi. Þú nennir alltaf að hjálpa.

ekkert mál , það er nú þannig að því meira sem maður hjálpar eða kennir því meira lærir maður sjálfur... plús að það er gaman að ræða um fiska og allt því tengdu. . .

Það er von að þú spurjir, ég er búinn að vera svo lengi að byrja á þessu búri.
já , , , slór er þetta.
Málið er að ég er að bíða eftir nýju búri í flugu. Fæ það um miðjan nóv eða í lok þess mánaðar.
gott
Ég hugsa að ég skelli mér á Rena dælu því að ég er ánægður með þróunina í Dýralandi hjá Kringlunni, Dýraríkið er orðið feyki dýrt og ég hef áður verið með Eheim og kannski bara gaman að breyta til.

Ég er þessa dagana heitastur fyrir ameríku og Malawi utaka síkliðum, en eins og ég segi þá veit ég ekki hvort það gangi. en ég ætla að kanna það.

það fer töluvert eftir þvi hvaða ameríkana þú færð þér

ég er ekki með fiska í augnablikinu því ég fluttist búferlum og startaði þessu aldrei almennilega upp á nýtt.

Síðast var ég með tvö búr í gangi. eitt 100l með blöndu af tropical fiskum og annað 220l sem var með áherslu á gúrama og skala.

einhver sagði mér að convict gætu verið ansi böggandi, þ.e.a.s. með læti út í aðra fiska og fyrirferðamiklir miðað við hvað þeir séu smáir. það er kannski míta. sé þá samt alveg fyrir mér nartandi í slörið á einhverjum pollrólegum tropical fiskum :P

nei það er rétt convikt par getur verið alveg kreisí á hrygningartíma, en það er engin skylda að vera með pör margir fá sér einmitt bara annað kynið til að losna við ragnarökin
Hólmfríður
Posts: 138
Joined: 19 Sep 2006, 02:49

Post by Hólmfríður »

nebbi wrote:
Vargur wrote: Convict er gríðarlega skemmtilegur og vanmetinn fiskur og vel hægt að hafa þá með hvaða sikliðum sem er ef ekki er haft par af þeim, stakir convict eða nokkrir af sama kyni eru yfirleitt fremur friðsamir á aðra fiska og mjög skemmtilegir búrfiskar.
og hrygnandi convikt með þeim grimmari sem hægt er að finna ;) einsgott að þeir eru ekki stærri en þeir eru ..
haha tell me about it ...ég ætlaði að gera heiðarlega tilraun til að setja brúsknefja með Convictunum mínum en nei ég þurfti að bjarga þeim uppúr búrinu áður en að kallin stútaði þeim :shock: ...núna lifa þeir friðsælu lífi í skraut fiskabúrinu mínu
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Vargur: þær sem eru að heilla mig núna eru Green Terror, Salvini og Festivum

Image
Image
Image

Utaka; þá er ég mest að spá í Borley, Alhi og Compressiceps.

Image
Image
Image


Samt ég fór að spá.... Ef ameríkanar synda meira um burið en Afríkanar(sem eru meira í hellum og kringum sína hella og grjót.... geta þá ekki Utaka (sem synda meira á opnum svæðum en aðrar Malawi) lent í árekstri við ameríkanana (?). Þetta geta þó verið óþarfa áhyggjur af minni hálfu.

Svo er auðvitað ekki galið að spá í dvergsíkliðurnar því þær eru margar hverjar mjög snotrar og væntanlega skemmtilegar.


Hólmfríður: takk! ég skoða þetta.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Yfirleitt eru slagsmál mest tengt hrygningum og yfirráðasvæðum.
Að þessir fiskar lendi í árekstrum er ekkert óeðlilegra en að fiskar allir úr sömu heimsálfunni geri það.

Skelltu þér bara í djúpu laugina og helltu þessu öllu í búrið, þú sérð þá fljótlega hvaða fiska þér líkar best við og getur þá breytt eitthvað tegundunum eða einbeitt þér að einni heimsálfu.
Eini fiskurinn sem ég myndi ekki hafa í þessari uppöðun er festivum en hann er rólyndis skepna sem á betur heima í skala búrum eða með öðrum rólegum fiskum.
Annars held ég að allar þessar tegundir geti gengið saman í svona stóru búri eins og þínu.

Ótrúlegt en satt þá eru allar þessar tegundir (og fleiri) til í einni verslun á landinu, giskið þið á hvaða verslun það er !
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Vargur wrote:Ótrúlegt en satt þá eru allar þessar tegundir (og fleiri) til í einni verslun á landinu, giskið þið á hvaða verslun það er !
Rúmmfatalagernum?
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

fiskabúr.is
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Gudjon wrote:fiskabúr.is
ég var að grínast, ljúfur.
Post Reply