Einn af mínum elstu draps í vikunni En það er fiskur sem ég keypti þegar ég var að byrja í afrísku síklíðunum mér var seldur hann sem zebra og þekkti ekki nógu vel inná síklíðurnar til að sjá neitt athugavert. Sá svo þegar ég kom heim að það var eitthvað undarlegt við hann enda var hann ekkert líkur hinum zebrunum. Éh reyndi að spjalla við þá í búðinni en fékk ekki viðurkenningu á að þetta væri neitt annað en zebri, fékk síðar reyndan fiskamann til að greina mynd af honum fyrir mig og þetta er allavega ekki zebri og líklegast fuelleborni .
Nú er hann allur greyið en hann hefur síðustu 2 árin verið frekar horaður og einhvern veginn ekki þrifist almennilega
þá var þessi að deyja hjá mér. búin að vera að hrygna á 10-12 daga fresti. sá að hrygningartótan var farin að sjást í dag en svo sá ég hana allt í einu liggjandi á botninum
Já það var helvíti fúlt að missa þennan og svo drapst annar óskar í sömu stærð núna rétt áðan það er bara ömurlegt þegar maður missir svona stóra og skemmtilega fiska, þeir voru orðnir það vanir mér að þeir leyfðu mér að klappa sér, nú er bara að vona að það drepist ekki fleiri boltar hjá mér
drafst hjá mér pleggi 3-4 cm í gær sem ég fékk í dýraríkinu fyrir mánuði síðan .
fékk 2 stk þeir héngu bara fyrir aftan dæluna og hreinsuðu ekki neitt
svo fyrir viku síðan birjaði þessi sem dó að koma fram undan dæluni en var alltaf eitthvað skrítin greyið .
Kakatúi drapst eftir að hafa verið lagður í einelti heil lengi. Hann átti bara ekkert í hinn karlinn greyið.
Kvenkyns betta fannst látin. Alltaf litið hress út en miðað við staðsetningu á henni í búrinu og hegðun að þá giska ég á stíflu við egglos. Er samt enginn dýralæknir. Voru alla vega engin þekkt ummerki um sníkjudýr, sýkingu eða bakteríu.
Svo fannst einn gull barbi á gólfinu. Hann hefur framið víst óvart sjálfsmorð.
Fimmtudaginn, föstudaginn og laugardaginn. Þrjá daga í röð, þrír dauður fiskar