Nú er ég með Juwel rio 125 lítra fiskabúr og hef verið í vandræðum með ljósa brakkettið sem er original. Keypti nýjar perur í það en það virðist bara vera ónýtt, kviknar ljós í smá tíma en slokknar svo aftur .Vitið þið hvort hægt er að láta laga þetta eða þarf ég að mixa ný ljós í þetta?
Last edited by mummi on 07 Jan 2010, 23:35, edited 1 time in total.
hélt að startarinn væri þarna bara til að geta náð í byrjun straumnum á milli endanna og þannig náð ljósinu fram og rafmagnið næði ekki ekki stöðugum straum í gegn og myndi því flökta. ( blikka ).
Ég var sjálfur í þessu veseni fyrir svona cirka ári með Juwel Rio 180 og hérna var með T8 og hérna það var bara ekkert annað að gera í stöðunni en að versla nýja ballest þannig ég myndi hafa samband við hann Varg og vita hvort hann gæti ekki pantað nýja ballest.