Bilað ljós í juwel búri

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
mummi
Posts: 47
Joined: 25 Jan 2009, 23:54

Bilað ljós í juwel búri

Post by mummi »

Nú er ég með Juwel rio 125 lítra fiskabúr og hef verið í vandræðum með ljósa brakkettið sem er original. Keypti nýjar perur í það en það virðist bara vera ónýtt, kviknar ljós í smá tíma en slokknar svo aftur .Vitið þið hvort hægt er að láta laga þetta eða þarf ég að mixa ný ljós í þetta?
Last edited by mummi on 07 Jan 2010, 23:35, edited 1 time in total.
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Þeir myndu redda þessu fyrir þig í Flúrlömpun í Hafnarfirði.
Mig minnir að þeir séu staðsettir í Kaplahrauni.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

er ekki bara startarinn farinn?
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
rabbi1991
Posts: 221
Joined: 10 May 2009, 03:23
Location: Reykjavik, 112

Post by rabbi1991 »

hélt að startarinn væri þarna bara til að geta náð í byrjun straumnum á milli endanna og þannig náð ljósinu fram og rafmagnið næði ekki ekki stöðugum straum í gegn og myndi því flökta. ( blikka ).
mummi
Posts: 47
Joined: 25 Jan 2009, 23:54

Post by mummi »

það er ekki startari á því
rabbi1991
Posts: 221
Joined: 10 May 2009, 03:23
Location: Reykjavik, 112

Post by rabbi1991 »

það er öruglega startari einhverstaðar undir einhverri hlíf. hann blasir ekki við þér sko.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

eru þetta T5 perur þar er rafeindaballest í staðin fyrir startara... ert þú með T5?
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Ég var sjálfur í þessu veseni fyrir svona cirka ári með Juwel Rio 180 og hérna var með T8 og hérna það var bara ekkert annað að gera í stöðunni en að versla nýja ballest þannig ég myndi hafa samband við hann Varg og vita hvort hann gæti ekki pantað nýja ballest.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

tala bara við verslun sem selur juwel og biðja þá um að redda nýju ljósi
þetta er galli í ljósinu
( það er enginn startari í juwel )
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

ó. er er þá ekki Ballest? sem gæti verið ónýt? (biluð)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Post Reply