Þessa dagana er ég mest að reyna að ná myndum af guppy fiskum en þeir eru litlir og snarir í snúningum
ég er bæði að smella af á venjulega guppy og eins fully red slör sem ég er með en þeir láta mig hafa fyrir sér
fully red karl
þetta er besta myndin sem ég hef náð hingað til af karli
kerla, þær eru ljósar og erfitt að ná mynd með flassi það vill alltaf glampa aðeins en ein kerlan er aðeins dekkri og ætla ég að reyna frekar að ná myndum af henni
ég veit að með að setja þá í minna búr og með betri lýsingu væri þetta einfaldara en ég er talsvert að taka myndir út í bæ þannig að ég verð að æfa mig við svipaðar aðstæður
það hefði nú verið betra hefði ég þrifið glerið fyrst
Vel mælt! Mér þykir stórkostlegt að Gummi gefi færi á sér þarna þar sem hann skammar mig alltaf fyrir óhreint gler þegar hann er að rembast við myndatöku heima hjá mér
Ég veit upp á mig skömmina
ég er alltaf að þrífa en fer oftar að taka myndir var að prufa nýjar útfærslur á vélinni og átti ekki von á að ná myndum en ég datt niður á stillingu og í hamaganginum sá ég ekki drulluna á glerinu
það er með þessa guppy eins og svo marga fiska að neðri hluti fisksins er ljósari og þegar tekið er með flassi þarf helst að taka myndina aðeins niðurá við og ekki beint á búkinn
hér er lítill flass glampi en fókus ekki alveg í lagi
þegar svona litlir fiskar eru syndandi þá er ekkert grín að ætla sér að ná fókus á auga eða munn því ég einfaldlega sé ekki hvar fókusinn er á fisknum
Hef varla snert vélina á þessu ári en tók nokkrar áðan af Malawi síkliðum
þetta er karl callainos
það er talsvert einfaldara að ná fókus á 10 cm fisk heldur en guppy
þegar fiskurinn er orðinn svona stór og ljós á lit þá er hægt að fókusa beint á fiskinn
en með litla fiska eins og td. guppy er betra að annað hvort vera með manual fókus og festa hann bara á einhverja fjarlægð sem fiskarnir eru mikið í eða taka fókus á ljósan hlut og í svipaðri fjarlægð og hreyfa vélina fram og aftur þar til fókusinn er á réttum stað og reyna að miða á hausinn á fisknum
mig langar að fara á biðlista hjá þér þegar rauði guppy stofnin stækkar hjá þér, finnst þetta alveg fáránlega flottir fiskar og væri til í afleggjara af þessum stofni hjá þér þegar og ef þú ert tilbúin að selja smá
Rembingur wrote:Svona til gamans Gummi hér er fyrsta myndin í þessum þráði löguð...
í photoshop
svona gera alvöru ljósmyndarar
eina sem ég nota er levels enda ekki alvöru ljósmyndari
þetta gæti sett myndirnar hjá manni í efri flokk ef maður lærði þetta
en þá fer mikill tími í vinnslu á myndum
það má nú vel nota það í hófi, að croppa mynd til og stilla levels er nú ósköp sakleysislegt sálarkropp
Photoshop gerir samt engin kraftaverk, það er ekki hægt að gera lélegar myndir stórkostlegar
olith wrote:áður en ljósmyndarar fóru að nota photoshop, þá gerðu þeir nánast sömu hluti, notuðu bara myrkraherbergið til þess og flóknari og erfiðari aðferðir.
í þessu sem og öllu þá þurfa menn bara að kunna sér hófs