Daginn,
ég er að hugsa um að láta Óskarinn minn frá mér. Hann er eflaust tæplega 9 ára gamall. Ég er búinn að eiga hann í 8 ár eða síðan hann var kríli. Hann er full vaxinn núna og töluvert stór.
Félagi hans dó fyrir nokkrum mánuðum og hann er bara einn í búri.
Hérna er Youtube video með honum
http://www.youtube.com/watch?v=jYcvodtqMec
og mynd (til vinstri)
http://farm1.static.flickr.com/44/14987 ... d590_b.jpg
Hann er orðinn gamall, soldið skýjaður til augnanna en það virðist ekki há honum.
Ég vill helst ekki láta hann frá mér nema mér finnist viðkomandi hafa viðunandi aðbúnað fyrir hann, 300+ lítra búr etc...
Er einhver sem hefur áhuga?
Óskar kannski gefins
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli
- SteinarAlex
- Posts: 293
- Joined: 10 Feb 2008, 17:44
- gunnarfiskur
- Posts: 298
- Joined: 18 Jun 2008, 15:30
óskar
Hæ ég er með 300l búr og einn óskar sem er um 20cm vinur hans dó þannig ég er i svipaðri stöðu og þú... Ég myndi hafa áhuga að taka fiskinn og hugsa um hann. Hvað finnst þér?
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Re: óskar
Myndi samt vera viðbúinn því að þeir taki hvor öðrum ekki vel, er með einn sem er að nálgast 20 cm og hann hefði getað drepið einn á 2 klst, sem ég setti sem vin hjá honum og var aðeins minni. Þannig að ég bjargaði nýja uppúr. En svo var ég með tvo sem ólust upp saman og þeir voru ágætir vinir (en voru svo drepnir af fiski af annarri tegund). Bara svona að benda á að þeir verða ekki sjálfkrafa vinir þó að þeir hafi alist upp og verið með öðrum óskar í búri áður held ég En svo gæti þetta gengið vel , maður veit aldrei En minn hefur reyndar alltaf verið eini óskarinn í búrinu þannig að kannski er hann ekki eins félagslegur og ef hann hefði alist upp með öðrum .gunnarfiskur wrote:Hæ ég er með 300l búr og einn óskar sem er um 20cm vinur hans dó þannig ég er i svipaðri stöðu og þú... Ég myndi hafa áhuga að taka fiskinn og hugsa um hann. Hvað finnst þér?
200L Green terror búr
- gunnarfiskur
- Posts: 298
- Joined: 18 Jun 2008, 15:30
Takk fyrir áhugann allir. Hann "Gremlin" var búinn að bjóðast til að taka hann. En ég er haldinn mikilli ákvörðunarfælni í augnablikinu.
Síðasta og eina skiptið sem ég þurfti að flytja hann (1.5 ár síðan) borðaði hann varla í næstum 2 mánuði og ég veit eiginlega ekki hvernig hann bregst við ef hann verður með öðrum fiskum. Ég get samt ekki haft búrið þar sem það er núna og þarf þar af leiðandi að flytja hann hvort eða er. Gah!
Síðasta og eina skiptið sem ég þurfti að flytja hann (1.5 ár síðan) borðaði hann varla í næstum 2 mánuði og ég veit eiginlega ekki hvernig hann bregst við ef hann verður með öðrum fiskum. Ég get samt ekki haft búrið þar sem það er núna og þarf þar af leiðandi að flytja hann hvort eða er. Gah!