Er að fara að smíða búr

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Er að fara að smíða búr

Post by Andri Pogo »

Ég ætla að prófa að skella saman litlu búri fyrir einhverjar tilraunir.
Ætla að nota eitt bókahillubil í búrið og verður það 75x25x25 eða um 45 lítrar
Ég keypti fiskabúrakítti áðan og fer og redda glerinu á morgun.

Ef einhver hefur ábendingar eða góð ráð áður en ég hefst handa þá endilega komið með þau :wink:
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mæli með að lesa slatta af DIY greinum á erlendum fiskasíðum.
Taktu svo myndir af processinu (alltaf gleymir maður því sjálfur).
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

var einmitt að googla "diy fish tank" :lol:

en hérna er þó byrjunin, ég tæmdi eina hilluna, en þessi miðjuhilla er skrúfuð í en liggur ekki á pinnum einsog allar hinar þannig að hún er traustust af þeim. Bætti samt við fjórum vinklum til að styrkja betur.
Ætla að skella ca 50-60kg af bókum og lóðum í hilluna til að sjá hvort hún bogni mikið.

Image

Þetta er semsagt hillan. Búrið mun fylla alveg uppí hilluna á lengdina og dýptina en ég skil eftir tæpa 10cm í hæðina svo ég geti farið með hendina ofan í búrið.
Svo stefni ég á að kaupa eitthvað Ikea skápaljós sem ég lími undir næstu hillu fyrir ofan.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Kaupa þér Pure asinton til að þrífa glerið þar sem sílikonið mun halda því saman, svo getur þú notað venjulega skeið til þess að breiða úr sílikoninu sem er innan í búrinu, notar svo mállingar teip til þess að halda plötunum á sínum stað :), gott er að hafa einhverskonar pappír undir þessu öllu þegar þú ert að vinna í þessu, þetta sílikon er alveg makalaust í því að klínast allstaðar og í allt :P
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

þetta sílikon er alveg makalaust í því að klínast allstaðar og í allt
Já þetta er óþolandi efni, það klessist og festist við allt nema hvað að oft finnst manni það festast minnst þar sem það er ætlað. :)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Athugaði á tveimur stöðum hvað gler kostar og það er 10þ kall gler+slípun. :?
Vikubið á öðrum staðnum en 2-3 vikur á hinum.

Svo sá ég annars 40 lítra búr til sölu á 4000kr sem passar í hilluna mína en það nær alveg upp í topp á bilinu en ekki alla leið (~50cm á lengd en ekki 75cm)

Spurning hvað ég geri...

En vitið hvaða glerþykkt ætti að duga?
Ég gerði ráð fyrir svona 6mm gleri en það væri aðeins ódýrara að fá 4mm.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þú þarft heldur ekki að láta fínslípa glerið.. Nóg að gera grófa slípun bara... Það er eitthvað ódýrara

Veit ekki með glerþykkt en það er fljótlegt að fletta því upp á netinu..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Jæja ég hef ákveðið að taka notaða búrið bara, það passar og dugar í bili.
Það var leiðindabið hjá öllum glerfyrirtækjum sem ég talaði við. Gat ekkert gler fengið fyrr en í lok mánaðar.
Ég smíða svo bara nýtt búr seinna í sumar þegar ég nenni og er kannski kominn með fleiri fiska.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

ég keypti efni hjá íspan og fékk allt draslið. gler og kítti
á undir 8.000 kall, búrið er btw 250L.
Ég sleppti því bara að láta þá slípa glerið og gerði það bara
sjálfur með grófum sandpappír (15-20 mín tops).
Þetta var alveg pís of keik og sparaði alveg þokkalegan pening
á því að gera það sjálfur.
Límdi svo bara 90° ryðfrítt stál á hornin sem að félagi
minn reyndar gaf mér, þar sem hann er að vinna við
blikkerí :)
Post Reply