Corydoras paleatus

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
evaolafs
Posts: 29
Joined: 05 Apr 2008, 12:41

Corydoras paleatus

Post by evaolafs »

Hæ. Hefur einhver hér reynslu af því að fjölga Corydoras paleatus? (http://corydoras.com.au/objects/corydoras_paleatus.jpg)
Ég er með karl og kerlu og var að velta því fyrir mér hvort það væri gerlegt?
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Allt er hægt en það er betra að vera með 2-3 kalla á móti 1 kellingu
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ég náði undan albino corydoras, var með eina hrygnu og 3 hænga, þegar hún dettur í stuð þá spreðar hún hrognunum útum allt og þeir reyna að frjóva þau. það þarf að taka/loka fiskana síðan frá hrognunum eða öfugt þar sem þeir éta þau á einum - tveimur dögum.

ég klippti blöðin af plöntunni sem hrognin voru og setti í annað búr, það var hrikalegt vesen þar sem ég var með loftstein og ef laufblaðið snérist upp á yfirborðið þá drapst allt. ég gerði síðan mistök að setja seiðin of fljótt með hinum, þau gufuðu öll upp.

vona að þetta hjálpi þér eitthvað!
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

gudrungd wrote:þegar hún dettur í stuð þá spreðar hún hrognunum útum allt og þeir reyna að frjóva þau.
Þetta er reindar ekki alveg rétt. Parið fer í einskonar T stellingu þar sem kerlan drekkur í sig svilið og dælir því beint í eggin.
Sést hér http://breedingcorys.files.wordpress.co ... c10305.jpg
Þá hrygnir hún og grípur eggin með uggunum og klessir þeim svo á glerið eða þar sem henni finnst góður staður
Sést hér http://i39.tinypic.com/r9060w.jpg
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
evaolafs
Posts: 29
Joined: 05 Apr 2008, 12:41

Post by evaolafs »

Takk fyrir þetta, en hvað er hringurinn langur hjá þeim? Er málið að fylgjast með kerlunni gildna og setja þau þá sér? Og hrygnir hún strax eftir frjóvgun?
Post Reply